fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

WHO varar við vanmati á Ómíkron

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 05:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO varar fólk við að vanmeta Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar. Segir stofnunin að það geti orðið mikið vandamál ef fólk telji afbrigðið vera mildara en önnur afbrigði veirunnar.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, sagði þetta á fréttamannafundi í gær. „Það veldur okkur áhyggjum að fólk gerir lítið úr Ómíkron og telur afbrigðið vera milt. Við ættum að hafa lært að það er hættulegt að vanmeta þessa veiru,“ sagði hann.

Hann sagði jafnframt að þótt Ómíkron geti valdið vægari veikindum en önnur afbrigði veirunnar þá geti fjöldi smita einn og sér lagt heilbrigðiskerfi margra landa á hliðina.

Hann sagði að Ómíkron breiðist nú út á svo miklum hraða að álíka hröð útbreiðsla hafi aldrei áður sést hjá öðrum afbrigðum kórónuveirunnar.

Ómíkron hefur nú greinst í 77 löndum en Ghebreyesus sagði að líklegt megi teljast að afbrigðið hafi nú borist til flest allra landa heims þrátt fyrir að það hafi ekk enn greinst.

Niðurstöður suðurafrískrar rannsóknar, sem voru birtar í gær, benda til að bóluefnið frá Pfizer/BioNTech veiti ekki eins góða vörn gegn Ómíkron og gegn öðrum afbrigðum veirunnar, til dæmis Delta. Það veitir 33% vörn gegn Ómíkron en 80% gegn öðrum afbrigðum. En ljósið í myrkrinu er að bóluefnið virðist veita góða vernd hvað varðar sjúkrahúsinnlagnir og þær eru yfirleitt stuttar ef þörf er á þeim. Rannsóknin hefur ekki enn verið ritrýnd og því þarf að taka henni með ákveðnum fyrirvara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sögð ætla að lokka fjögur ríki út úr Evrópusambandinu

Bandaríkin sögð ætla að lokka fjögur ríki út úr Evrópusambandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Davíð ósáttur við ummæli forstjóra Hrafnistu

Davíð ósáttur við ummæli forstjóra Hrafnistu