fbpx
Föstudagur 09.desember 2022
Fréttir

Fyrrverandi leikskólastjóri sakar lögmann Sælukots um lygar – Andlegt ofbeldi, mannekla og vanræksla á börnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. desember 2021 13:30

Leikskólinn Sælukot. Mynd/Heiða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Eymundardóttir, fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, krefst afsökunarbeiðni frá lögmanni Sælukots sem nýverið hélt því fram að ummæli í opnu bréfi sem fjöldi fyrrverandi starfsfólks leikskólans sendi frá sér væri lygi. Ellegar krefst hún þess að lögmaðurinn greini frá hvað í bréfinu hafi verið ósátt og rökstyðji það. Þetta kemur fram í nýjum pistli eftir hana sem birtist á Vísir.is nú í hádeginu. 

í bréfinu var greint frá óboðlegum aðstæðum sem starfsmönnum sem og börnum væri boðið upp á. Til að mynda sé of hátt hlutfall barna á hvern starfsmann þannig að slysatíðni sé há, börn með mjólkurofnæmi fái mjólkurafurðir jafnvel þó skólinn auglýsi sig sem vegan og brotið sé á réttindum þeirra fjölmörgu starfsmanna sem eru af erlendi bergi brotnir og ekki meðvitaðir um réttindi sín.

Þá hafi starfsmaður sem sakaður hafði verið um kynferðisbrot gegn barni í leikskólanum verið látinn vera einn með börnunum og aðrir starfsmenn ekki upplýstir um málið fyrr en fjallað var um það í fjölmiðlum löngu síðar. Sömuleiðis hafi barn sem greint hafi frá kynferðisbroti verið látið faðma geranda sinn til að sættast við hann.

Lilja Margrét Olsen, lögmaður Sælukots, sendi síðan frá sér yfirlýsingu þann 1. desember þar sem hún sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa lokið máli Sælukots án athugasemda.

Tíð mannaskipti, mannekla og vanræksla á börnum

Pistill Margrétar ber yfirskriftina „Sannleikurinn um Sælukot“ og þar segist hún vera að svara rangfærslum í yfirlýsingu lögmannsins:

„Í yfirlýsingunni er því haldið fram að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Þvert á móti hafa miklir erfiðleikar einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra leikskólans. Í hópnum sem skrifaði undir bréfið og sent var um miðjan síðasta mánuð er starfsfólk sem vann við leikskólann fyrir meira en fimm árum síðan. Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan skólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðum ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans. Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi Sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra,“ skrifar Margrét.

Rekin eftir að krefjast umbóta

Hvað varðar starfsmanninn sem var sakaður um kynferðisbrot og aðkomu barnaverndar segir Margrét: „Það var ekki fyrr en málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli. Þá var ég reyndar hætt störfum. Ég var rekin þann 3. júní eftir að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. Umræddur starfsmaður sást síðast við leikskólann fyrir stuttu síðan. Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi verið tafarlaust sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið.“

Pistilinn má lesa hér í heild sinni á Vísir.is

 

Lögmaður Sælukots sendir frá sér yfirlýsingu í skugga alvarlegra ásakana

Sláandi frásagnir um starfsemi leikskólans Sælukots – „Hvernig stendur á því að svona sé leyft að viðgangast á Íslandi?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hryðjuverka- og valdaránsfyrirætlanir í Þýskalandi – Prins og „ríkisborgarar“ í aðalhlutverki

Hryðjuverka- og valdaránsfyrirætlanir í Þýskalandi – Prins og „ríkisborgarar“ í aðalhlutverki
Fréttir
Í gær

Efling dæmd til að greiða þremur konum miskabætur – Uppsagnirnar löglegar en aðferðirnar harkalegar

Efling dæmd til að greiða þremur konum miskabætur – Uppsagnirnar löglegar en aðferðirnar harkalegar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sprotinn Treble fær 1,2 milljarða króna í fjármögnun

Sprotinn Treble fær 1,2 milljarða króna í fjármögnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kornungir meintir stórsmyglarar ákærðir

Kornungir meintir stórsmyglarar ákærðir