fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf að svara fyrir meint skattsvik

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 18:30

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf nú 15. desember næstkomandi að svara fyrir meint skattsvik og fjárþvætti í ákæru héraðssaksóknara. Fyrirtækið hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er maðurinn sagður hafa í starfi sínu sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stjórnarmaður þess láðst að skila virðisaukaskattsskýrslum á lögmæltum tíma fyrir tvö tímabil árið 2018 og þrjú tímabil árið 2019. Skuld mannsins við ríkið vegna ógreidds virðisauka nam 15,7 milljónum.

Þá skilaði maðurinn ekki staðgreiðsluskilagrein vegna rekstursins í átta mánuði árið 2019. Samtals mun maðurinn hafa komið sér hjá því að greiða um 14 milljónir til ríkisins vegna þessa, samkvæmt ákærunni.

Að lokum er maðurinn ákærður fyrir að hafa nýtt ávinning af hinum meintu brotum, samtals að fjárhæð 29,7 milljónir, í þágu rekstrar félagsins, og er fyrir það ákærður fyrir fjárþvætti.

Málið verður sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 15. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum