fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

92% Íslendinga ætla að kaupa jólagjafirnar í íslenskum verslunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

92% Íslendinga ætla að kaupa jólagjafirnar í íslenskum verslunum þetta árið. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent gerði um jólagjafakaup landsmanna en könnunin var gerð dagana 30. október til 7. nóvember.

Um 92% þeirra sem tóku afstöðu sögðust ætla að kaupa jólagjafir í íslenskum verslunum, um 56% í íslenskum netverslunum, um 17% í erlendum verslunum og um 27% í erlendum netverslunum. Konur voru líklegri en karlar til að ætla að kaupa jólagjafir í innlendum netverslunum. 44 ára og yngri voru líklegri til að ætla að eiga í viðskiptum við íslenskar vefverslanir en 55 ára og eldri. 54 ára og yngri voru líklegri til að ætla að versla í erlendum vefverslunum en þeir sem eru eldri.

Hvað varðar upphaf jólagjafakaupanna sögðust 32% hafa byrjað að kaupa jólagjafir áður en nóvember gekk í garð. Um 37% reiknuðu með að hefja kaupin í nóvember og um 29% í desember. 1% ætlar að versla á Þorláksmessu. Tæplega hálft prósent nefndi annan tíma og 1% ætlar ekki að kaupa neinar jólagjafir. Konur eru fyrr í jólagjafakaupunum en karlar en 38% þeirra höfðu hafið gjafakaupin áður en nóvember gekk í garð en hjá körlum var hlutfallið 27%.

Fleiri karlar en konur gera ráð fyrir að byrja gjafakaupin í desember eða 38% á móti 20%.

Um netkönnun var að ræða og svöruðu 965 manns eða 48% aðspurðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron afbrigðið komið til landsins

Ómíkron afbrigðið komið til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH