fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Kona sögð aka áfram eftir fimm ára sviptingu í haust – Tekin aftur og aftur, stútfull af slævandi lyfjum og kókaíni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 18:30

Mynd gengist ekki frétt beint. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífelldur akstur konu undir áhrifum sterkra lyfja og fíkniefna vekur áhyggjur margra sem til þekkja.

Konan var þann 23. september síðastliðinn svipt ökuréttindum í fimm ár vegna margítrekaðs akstur undir áhrifum slævandi lyfja og ólölegra fíkniefna. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ákærur vörðuðu sex tilvik af umferðar- og fíkniefnalagabrotum og játaði konan öll brotin. Hún var einnig dæmd til að greiða tæplega 3,2 milljónir króna í sekt.

Meðal efnanna sem greinst hafa í blóði konunnar eftir að lögreglan hefur stöðvað akstur hennar eru  kókaín, metadón, oxýkódon, klórdíazepoxíð, amfetamín og fjölmörg önnur lyf sem slæva athygli og akstursgetu.

Elsta tilvikið í ákærunni er frá 29. júní 2020 þar sem konan ók bíl um Eyrarveg og að Gagnheiði 67 á Selfossi, ófær til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa af ávana- og fíkniefnum. Mældist meðal annars í henni amfetamín, díasepam, oxýkódon og fleiri lyf.

Skömmu síðar var hún tekin vegna sambærilegs brots á Digranesvegi í Kópavogi. Hún hefur einnig verið tekin á Suðurlandsvegi og í Garðabæ, en sem fyrr segir eru atvikin sem hún var sakfelld fyrir samtals sex.

Heimildir DV herma að konan hafi margoft ekið bíl, og jafnvel reglulega, eftir að dómur féll í máli hennar. Engar lagaheimildir eru til um forvirkt eftirlit með fólki sem svipt hefur verið ökurétti en refsingar fyrir umferðarlagabrot eru stigvaxandi eftir því sem brotum fjölgar (og að sjálfsögðu í samræmi við alvarleika þeirra). Refsingar við umferðarlagabrotum geta varðað sektum og fangelsi. Einnig er hægt að svipta ökuleyfi til lífstíðar en eins og fyrr segir hefur konan verið svipt ökuleyfi í fimm ár.

Samkvæmt 108. grein umferðarlaga má gera upptækt ökutæki við gróf eða endurtekin brot sem varða akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Í þeim tilvikum skal ökutækið vera eign ríkissjóðs, en hafi einhver beðið tjón við brotið skal sá eiga forgang til andvirðis ökutækisins ef bætur fást ekki á annan hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga