fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Alvarleg slys á rafhlaupahjólum hafa tífaldast

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 07:59

mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum hefur fjölgað mikið. Samgöngustofa hefur miklar áhyggjur af komandi vetri.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Gunnari Geir Gunnarssyni, deildarstjóra öryggis- og fræðsludeildar, að ástæða sé til að hafa áhyggjur af rafhlaupahjólum og hvernig þau eru notuð. „Við erum að sjá á okkar skráningu, sem byggir á lögregluskýrslum, að þrjátíu hafa slasast alvarlega á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Á sama tíma í fyrra voru þeir þrír,“ sagði hann.

Þegar alvarleg slys eru skilgreind þá á það við allt frá beinbroti upp í lífshættuleg meiðsl. Ekki dregur úr hættunni af notkun rafhlaupahjóla þegar hálka er. „Ég hef miklar áhyggjur af komandi vetri miðað við þá slysasprengingu sem hefur orðið milli ára,“ sagði Gunnar.

Í vikunni varð fyrsta banaslysið á rafhlaupahjóli hér á landi. Enn liggur ekki fyrir hvað olli slysinu.

Með tilkomu rafhlaupahjóla má segja að bylting hafi orðið í samgönguvenjum margra. Það eru lítil dekk undir hjólunum og erfitt er að bera fyrir sig hendur ef eitthvað kemur upp á.

Sérfræðingar Samgöngustofu segja að ýmsir eiginleikar rafhlaupahjólanna geri að verkum að óskynsamlegt sé að nota þau í hálku. „Ég myndi segja að þessari menningu væri töluvert ábótavant. Þessi hjól eru mjög góð og gagnleg til síns brúks ef þau eru notuð rétt, en það eru þættir sem við misnotum við umferð þeirra,“ sagði Gunnar.

Hann sagði að þrennt þurfi aðallega að breytast varðandi notkun hlaupahjóla. Það verði að koma í veg fyrir að fólki finnist í lagi að aka þeim ölvað. Einnig þurfi að koma til vakning meðal foreldra því of mörg dæmi séu um að ung börn séu hjálmlaus og reiði aðra krakka. Þau hafi ekki hlotið fræðslu um notkun hjólanna, þekki ekki umferðarmerkin og skilja illa þær hættur sem leynast í umferðinni. Þá séu dæmi um að hjólin fari hraðar en leyfilegt sé en þau mega ekki fara hraðar en 25 km/klst. Ef þau fara hraðar en það eru þau ólögleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki