fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Linda vill deyja á Íslandi og óskar eftir hjálp

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. október 2021 18:30

Hellen Linda Drake. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er stödd í mesta vanda lífs míns til þessa en fyrir rúmu ári síðan fékk ég blóðtappa í tá á vinstri fæti svo hún varð fjólublá. Stuttu seinna kom í ljós að ég var með krabbamein í beinmerg sem lætur hann framleiða storknunarfrumur í linnulausu akkorði,“ skrifar Hellen Linda Drake í lokaðri Facebook-færslu sem hún veitti DV leyfi til að greina frá og endurbirta.

Sjúkdómurinn er ólæknandi, Linda er dauðvona og hennar hinsta ósk er að fá að verja síðustu ævidögunum heima á Íslandi en hún er búsett í London. Vegna veikinda sinna hefur Linda þurft að draga fram lífið á sjúkradagpeningum og hún á ekkert sparifé. Helsta hindrunin hvað kostnað snertir er flutningagámur undir eigur hennar, en einnig sá kostnaður sem fylgir því að koma sér aftur fyrir á Íslandi, sem og auðvitað flugfarið.

Linda er rithöfundur og notast við nafnið  höfundarnafnið Baugalín. Þekktasta verk hennar er hin áhrifamikla saga „Launhelgi lyganna“ sem kom út árið 2000 og markar tímamót í frásögnum af kynferðisbrotum. Baugalín lýsir þar kynferðisbrotum stjúpföður síns frá því hún var barnung. Gerandinn var lögreglumaður og er Linda lagði fram kæru gegn honum á unglingsaldri var þeirri kæru fálega tekið af lögreglu.

Linda vonast til þess að ná að ljúka við nokkur ritverk sem hún er með í vinnslu heima á Íslandi og mun gera það ef henni endist ævin til.

Getur þú lagt Lindu lið? – Margt smátt gerir eitt stórt – Reikningsupplýsingar: 525 – 15 – 800660  kt. 290660-5999

Hér að neðan er frásögn Lindu af þessu, afrituð af Facebook-síðu hennar:

Ég er stödd í mesta vanda lífs míns til þessa en fyrir rúmu ári síðan fékk ég blóðtappa í tá á vinstri fæti svo hún varð fjólublá. Stuttu seinna kom í ljós að ég var með krabbamein í beinmerg sem lætur hann framleiða storknunar frumur í linnulausu akkorði.

Ég var sett á krabbameins lyfjameðferð sem lofaði í fyrstu góðu að halda þessu blóðkrabbameiní viðráðanlegu ástandi en 25. Águst kom í ljós að storknunar frumum er að fjölga aftur og það versta er að krabbameins lyfið hefur þá aukaverkun að ráðast á rauðu blóðkornin og fækka þeim sem var ein af ástæðunum að ég var svona veik í sumar í hjartanu, móð og þreytt og með endalausa verki í kviðnum út af hægðartregðu sem enginn gat gefið skýringu á.

Krabbameins hjúkkan sendi mig til heimilislæknis, og hann skrifaði á mig ný hægðalyf, stærri skammta sem virtust ekki breyta neinu.

Svo síðastliðið hálft ár hef ég gengið á milli þeirra án þess að þær gætu hitt mig né hjálpað mér og voru báðar orðnar nokkuð leiðar að ég hringdi svona oft.

Svo núna 21. september þegar ég hringdi og bað heimilislækninn að hringja á sjúkrabíl sagðist hún ekki gera það því hún væri búin að panta speglun á ristli eftir 2 vikur. Að ég ætti að bíða.

Ég sagðist grátandi af ótta ekki geta beðið svo lengi því ég væri svo móð og kvalin að ég rétt gæti staulast fram á klósett og til baka aftur í rúmið. Svo hún varð önug og sagði mér að hringja í 999 ef ég teldi mig of veika til að bíða eftir ristilspeglun.

Og ég gerði það.

Var komin um kvöldmat sama dag á Neyðarmóttökuna á St. Richard sjúkrahúsinu í Chichester og eftir blóðprufu um miðja nótt kom í ljós að ég var hreinlega að deyja.

Mér var fyrst gefinn poki af pottasíum sem vantaði í blóðið hjá mér og síðan fékk ég 2 poka af blóði því blóðrauðinn var hættulega lítill.

Og viti þið mér leið strax betur, mæðin og þreytan hurfu og hjartsláttar óreglan hvarf.

Ég var siðan send í CT sneiðmynda töku og fékk þær hræðilegustu fréttir sem hægt er að fá.

Að ég væri með krabbamein í ristli, lifur, maga, brisi, báðum lungum og í eitlum í kviðarholi.

Að það væri engin lækning til.

Og ég ætti eftir nokkrar vikur eða örfáa mánuði. Sagt að fara heim og njóta þess tíma sem ég ætti eftir.

Mér leið eins og örvæntingin gæti hvorki verið dýpri né miskunarlausari og sökk ofan í þá verstu líðan sem ég hef kynnst og kemst ekki enn upp úr henni.

Dætur mínar eru að hjálpa mér heim. Þær eru að fá alþjóðlega sjúkratryggingu því ég hef verið í Englandi í 20 ár og er því án nokkurs réttar fyrsu 6 mánuðina eftir heimkomu.

Og af því ég hef verið veik þá hef ég lifað á sjúkra dagpeningum frá degi til dags og á ekkert sparifé.

Svo ég á hvorki fyrir litlum gámi né flugi hvað þá peninga fyrir kistu og jarðaför – og örvænting yfir því hefur ekki gefið mér stundlegan frið ofan á að ég er hrædd við að deyja og geta ekki fengið neins konar læknishjálp.

Ég er samt svo lánsöm að vinkona mín ætlaði að lána mér herbergi en það er oggulítið aðeins 2x3x m sem ég var bara að frétta núna og þar er fyrir rosa stórt rúm sem tekur víst allt gólfpláss – svo ég get ekki tæmt úr gámnum inní það eða sett upp bókahillurnar eða skrifborðið mitt til að búa til vinnuaðstöðu svo ég geti klárað ef tíminn verður nægur eiturblóma bókina mína og sitthvað annað og kannski fengið bókina útgefna áður en ég dey ef læknar á íslandi gætu fundið krabbameins lyfjameðferð sem hægjir aðeins á þessu svo ég fengi kannski nokkra mánuði aukalega. Svo ef einhver býr svo vel að hafa herbergi á lausu sem er ekki með rúmi eða húsgögnum þá endilega látið mig vita.

Því spyr ég hér og pósta þessum skrifum mínum á vegginn minn í þeirri von að þeir sem lesa þetta og eru aflögufærir að styrkja konu eins og mig fjárhagslega til að geta tekið gám til Íslands frá Englandi eins hratt og hægt er – þá eru allar upphæðir kærkomnar og safnast saman –  Ég veit ég er að fara fram á mikið að fólk hjálpi mér en án hjálpar verður mér ekki mögulegt að borga fyrir gám og flugvél og allt hitt sem bíður mín á íslandi.

Þeir sem vilja hjálpa mér og eru aflögufærir geta lagt inn á bankareikning minn á Íslandi sem er á mínu nafni –

Hellen Linda Drake –

Reikningsupplýsingar: 525 – 15 – 800660  kt. 290660-5999

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar