fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Verzlunarskólinn tekur upp kynjakvóta – Mikill meirihluti nemenda er stúlkur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 09:00

Verzlunarskóli Íslands. Mynd:Fréttablaðið/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verzlunarskóli Íslands hefur tekið upp kynjakvóta til að koma í veg fyrir að hærra hlutfall en 60% sé innritað af öðru kyninu. Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri, segir þetta gert til að tryggja jafnvægi og heilbrigði í skólasamfélaginu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Guðrúnu að á síðustu árum hafi stúlkur verið um 70% innritaðra nemenda en piltar 30%. Þegar litið sé til umsókna hafi um 60% þeirra verið frá stúlkum en 40% frá piltum. „Þegar við horfum til lokanámsmats úr grunnskóla hjá nemendum og vörpum einkunnum í stig þá eru stúlkur aðeins hærri en drengir og yrðu þær því um 70 prósent við innritun en drengir 30 prósent,“ er haft eftir henni.

Haft er eftir henni að ákvörðunin sé jafnréttissjónarmið. „Bæði stúlkur og drengir leggja hart að sér til komast inn í skólann og þetta eru allt afburðanámsmenn, þannig að það er ekki eins og við séum að segja nei við stúlkur sem eru með A í öllu og taka inn stráka sem eru með B og C,“ sagði hún þegar hún var spurð hvort hún telji kvótann ósanngjarnan gagnvart þeim stúlkum sem leggja hart að sér til að komast inn í Verzlunarskólann.

Nýja reglan kveður á um að ekki skuli taka inn meira en 60% af einu kyni og er því ekki bundin við karl- og kvenkyn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis