fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þórólfur vill Covid takmarkanir áfram því hann veit ekki hvernig haustflensan verður – Kári vill allar takmarkanir burt

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 13. október 2021 19:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segist hikandi við að aflétta takmörkunum að fullu hér á landi þrátt fyrir að Ísland sé nú eina Norðurlandið með Covid takmarkanir enn í gildi. Þetta kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu í dag.

„Þó það gangi vel í Danmörku, er ekki víst að það gangi jafn vel hjá okkur,“ sagði Þórólfur við blaðamann Fréttablaðsins.

Þórólfur segist jafnframt líta til mislukkaðrar afléttingar hér á landi síðastliðið sumar þegar smittölur ruku upp skömmu síðar. Aðspurður hvort nágrannaþjóðirnar séu að gera hlutina öðruvísi liggur ekki á svörum hjá lækninum.

„Ein skýringin er sú að fleiri hafi fengið náttúrulega sýkingu í hinum Norðurlöndunum sem veitir betri vörn. Hin Norðurlöndin notuðu ekki Janssen bóluefnið en einn skammtur veitir ekki nægilega góða vernd, við sáum það og buðum við þeim sem fengu það bóluefni annan skammt með Pfizer bóluefni. Önnur lönd létu lengri tíma líða milli skammta og það getur vel verið að það hafi veitt betri vörn. Svo getur verið að nágrannar okkar passi sig bara betur. Við slepptum fram af okkur beislinu í sumar og allt fór á hliðina.“ 

Segist ekki vilja aflétta vegna hugsanlegrar haustpesta

Þá segir hann að líta verði til getu spítalans til að taka á móti sjúklingum þegar spáð er í hugsanlegum afléttingum á sér-íslenskum Covid takmörkunum. Í viðtalinu við Fréttablaðið sagði hann að búast mætti við að RS veiran fari á flug í haust auk hefðbundinnar haustflensu.

88% landsmanna eru nú fullbólusett, sem er eitt það allra hæsta hlutfall í heiminum og vinna nú heilbrigðisyfirvöld að því að koma svokölluðum örvunarskammti af Pfizer í eldri borgara landsins.

Kári vill frelsið

Kári Stefánsson, sem í fyrra og í byrjun þessa árs var ötull talsmaður Covid takmarkana segir, þvert á orð kollega síns í læknastéttinni, Þórólfs Guðnasonar, að hann myndi vilja fella úr gildi allar takmarkanir vegna faraldursins. Það sagði hann í samtali við Fréttablaðið fyrr í dag. 

Kári reyndar spáði því fyrr í vor að einmitt þennan dag, 13. október, yrði daglegt líf landsmanna komið aftur í eðlilegt horf. Þau orð lét hann falla í viðtali í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar.

Sjá nánar: Í dag er örlagaríki dagurinn sem Kári Stefánsson spáði fyrir um í vor

Kári segist þó sáttur við núverandi ástand og að almennt upplifi hann daglegt líf á Íslandi sem nokkuð eðlilegt, og því megi spyrja sig hvort einhver munur sé á takmörkununum í dag og engum takmörkunum.

Aðspurður hvort hann taki undir orð Þórólfs um að veiran geti enn sótt í sig veðrið svarar Kári:

„Veiran gæti sótt í sig veðrið, það gæti komið ný veira, það gæti hrunið loft­steinn ofan á þennan hnött og splundrað honum. Það eru alls konar hlutir sem gætu gerst. Í fyrra þegar við héldum að við gætum losað okkur al­gjör­lega við þessa veiru með bólu­setningu, þá var skyn­sam­legt að halda niðri í sér andanum, meðan það var hægt að sjá fyrir endann, nú verðum við hins vegar að lifa við til­vist þessarar veiru, greini­lega tölu­vert lengur heldur en við bjuggumst við, og þá verður maður að að­laga líf sitt að þeirri stað­reynd. Við erum öll búin að gera það í okkar hegðun. Mér fyndist eðli­legt að sótt­varnar­yfir­völd breyttu stefnu sinni í sam­ræmi við á­standið.“

Sjá má ítarlegra viðtal við Kára í frétt Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi