fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Miðflokkurinn tapar manni áður en þing kemur saman – Birgir prófar þriðja stjórnmálaflokkinn

Heimir Hannesson
Laugardaginn 9. október 2021 07:15

Birgir Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þórarinsson, sem í september var kjörinn þingmaður Miðflokksins, hefur sagt sig úr flokknum og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þingmenn Miðflokksins eru nú aðeins tveir, formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og Bergþór Ólason.

Morgunblaðið greindi frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir honum að honum hafi ekki hugnast að vinna með fólki sem treysti honum ekki. Þá heldur hann því fram að unnið hafi verið gegn honum innan flokksins í prófkjörs- og kosningabaráttunni.

Birgir Þórarinsson var áður varaþingmaður Framsóknarflokksins og kom tvisvar inn á þing fyrir Sigurð Inga Jóhannsson í Suðurkjördæmi. Fyrst í hálfan mánuð árið 2010 og svo í tæpa viku árið 2012.

Birgir var svo kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn í kosningunum 2017. Þegar nýtt þing kemur saman mun Birgir þá taka sæti á Alþingi fyrir þriðja stjórnmálaflokkinn sinn. Slíkt er ekki óséð í íslenskum stjórnmálum, en heyrir þó til undantekninga.

Háværar sögusagnir gengu manna á milli fyrr í mánuðinum um að ósamstæða væri meðal nýkjörinna þingmanna Miðflokksins. Þá voru niðurstöður kosninganna Miðflokksmönnum óneitanlega mikil vonbrigði, en þeir voru um tíma fjölmennasti stjórnarandstöðuþingflokkurinn á þingi í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum