fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ók ítrekað á vegrið – Ekið á stúlku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 05:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp í Hlíðahverfi. Þar var bifreið ekið ítrekað á vegrið en áður hafði ökumaðurinn ekið á móti rauðu ljósi, einstefnu og ekki sinnt merkjagjöf lögreglu um að stöðva aksturinn. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að auki er hann ekki með gild ökuréttindi. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gær var ekið á 13 ára stúlku í Árbæjarhverfi. Hún var nýkomin út úr strætisvagni. Hún kenndi til eymsla í fæti og var flutt með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Á fyrsta tímanum í nótt hafði lögreglan afskipti af ungum manni í annarlegu ástandi í Bústaðahverfi. Hann hafði sparkað upp hurð á fjölbýlishúsi og skemmt hana. Hann glímdi við ranghugmyndir og taldi einhvern vera að elta sig. Hann fékk að fara heim að upplýsingatöku lokinni.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot hjá honum að ræða hvað varðar að aka sviptur ökuréttindum. Annar er grunaður um ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda og skjalafals því hann framvísaði ökuskírteini sem er talið vera falsað.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var kona handtekin í apóteki í Kópavogi þar sem hún hafði reynt að svíkja út lyf. Hún er einnig grunuð um að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Hún var vistuð í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“