Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Ragnar varar við Árna sem sveik pabba hans og fleiri – Svikahrappurinn viðurkennir sök sína og segir frá ástæðunni fyrir svikunum

Máni Snær Þorláksson, Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 14:29

Myndir og skjáskot af Facebook - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máni Snær Þorláksson og Bjarki Sigurðsson skrifa:

„Ég ætla að vara fólk við þessum náunga, Árni Sigurður Karlsson, hann stundar það að auglýsa verkfæri og kerrur til sölu, annað hvort eru kerrunar og verkfærin stolinn eða þá að verkfærin eru aldrei sett í póst.“

Svona hefst færsla sem Ragnar Þór Marinósson birti á nokkrum stórum Facebook-síðum í gær. „Fyrsta myndin er af fake profile þar er tekið fram að hann sé í vinnu hjá verktakafyrirtæki en það er ekki rétt og hefur hann aldrei unnið hjá þeim og þeir vita ekkert um hann. Það er ekki að marka eitt orð sem kemur frá þessum manni ef mann skal kalla,“ segir Ragnar.

„Eftir að hafa rætt við fólk sem hann hefur svikið á þá eru engar líkur að fá peninginn til baka. Líklegast hefur hann fleiri gervi aðganga á facebook, vil ég benda fólki á ef það er að millifæra og sér nafnið hans að sleppa því að eiga viðskipti við þennan mann.“

Ragnar birti færsluna til að mynda í hópnum Brask og brall (allt leyfilegt) en þar vakti hún mikla athygli. Mikið er um athugasemdir þar sem fólk segir frá sinni reynslu af manninum. „Þekki hann persónulega þegar hann var að byrja þetta rugl og hann er algert drasl í gegn. Innilega vona að enginn sé nógu heimskur til að reyna að verja þennan skíthæl,“ segir einn. „Ekki í fyrsta skiptið!“ segir svo annar. „Hann var að reyna að selja mér úlpu…. frábært,“ segir svo kona nokkur.

Segir að gamalt fólk lendi oft í svikum Árna

DV ræddi við Ragnar um málið sem sagði frá svikum Árna. „Það virðist vera sem gamall fólk lendi í honum,“ segir Ragnar og bætir við að faðir hans hafi orðið fyrir barðinu á svikahrappnum. Ragnar segir föður sinn hafa borgað fyrir verkfæri í fyrra en verkfærin hafi síðan aldrei komið, þrátt fyrir að búið væri að greiða fyrir þau.

Ragnar segir að fleiri hafi haft samband við hann eftir að hann deildi færslunni og tjáð sér að Árni hafi svikið þau líka. Árni segir að fólk sé mögulega hrætt við að segja frá svindlinu því það skammist sín fyrir að láta svindla á sér. „Svo lítur þessi gaur út fyrir að vera hættulegur,“ bætir hann síðan við.

Árni gengst við svikum sínum í skilaboðum í Facebook Messenger spjalli við Ragnar. DV hefur skjáskot af þessum skilaboðum nú undir höndum. Þar segist Árni hafa svikið nokkra í gegnum árin. Hann ber þó á móti því að svik hans séu eins umfangsmikil og Ragnar vill vera að láta.

Árni játar í viðtali við DV

DV náði tali af Árna en hann var ekki lengi að opna sig um málið. „Það er alveg rétt, ég hef svikið helling af fólki, selt stolna hluti og selt hluti sem ég hef ekki átt og ekki afhent,“ segir Árni í samtali við blaðamann.

Árni viðurkennir brot sín en segist þó vera á leiðinni á rétta braut og að hann sé byrjaður á því að hafa samband við fólk sem hann hefur svikið til að endurgreiða þeim. „Ég er á leiðinni í meðferð, ég er morfínfíkill og nota morfín í æð og það er kannski mesta ástæðan fyrir þessum svikum. Eftir að þetta birtist á Facebook hef ég haft samband við fullt af fólki og er að vinna í að endurgreiða því.“

Þá segist Árni hafa alist upp á góðu heimili og að hann hafi sjálfur komið sér á þann stað sem hann er í dag. „Ég er búinn að vera heimilislaus í nokkra mánuði en ég mun flytja inn í íbúð með kærustunni minni þegar ég klára meðferð og er á fullu að leita mér að vinnu.“

Hann segist hafa fulla trú á sjálfum sér og að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann snúi blaðinu við. „Síðast þegar ég var edrú var ég það í 5 ár þannig ég hef gert þetta áður og ég get gert þetta aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Veitingamaður við Laugaveg lýsir skelfingarástandi hjá ógæfufólki – „Hef aldrei orðið vitni að eins mikilli eymd“

Veitingamaður við Laugaveg lýsir skelfingarástandi hjá ógæfufólki – „Hef aldrei orðið vitni að eins mikilli eymd“
Fréttir
Í gær

Jón Baldvin þarf að svara fyrir meint kynferðisbrot í héraðsdómi – Málinu vísað heim í hérað í annað sinn

Jón Baldvin þarf að svara fyrir meint kynferðisbrot í héraðsdómi – Málinu vísað heim í hérað í annað sinn
Fréttir
Í gær

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum