fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Arnar og Logi ósáttir við reiðilestur Guðmundar – „Mér finnst þetta vera sorglegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 19:42

Arnar Pétursson (t.v.), Logi Geirsson og Guðmundur Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta og sérfræðingur RÚV á HM, er ósáttur við að þurfa að verja skoðanir sínar og væntingar hans og Loga Geirssonar til karlalandsliðsins sem lauk keppni á HM í Egyptalandi í dag, með tapi gegn Noregi 33-35 og lendir fyrir neðan 16. sæti á mótinu.

Þetta kom fram í HM-stofu dagsins á RÚV.

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, jós úr skálum reiði sinnar í viðtali við RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á föstudag og beindi spjótum sínum að þeim Arnari og Loga, sérstaklega þó þeim síðarnefnda, og sagði gagnrýni þeirra vera niðurrif.

„Mér var brugðið að sjá landsliðsþjálfarann í þessum ham þarna eftir leikinn,“ sagði Arnar um framgöngu Guðmundar. „Við erum ekki hafnir yfir gagnrýni, við höfum skoðanir á því sem verið er að gera og það er allt í lagi að gagnrýna það. Við höfum þó reynt að vera a.m.k. kurteisir, orðvarir, við höfum reynt að vera jákvæðir og við höfum eftir hvern einasta leik sem liðið hefur spilað hrósað því sem vel er gert.“

„Mér finnst þetta vera sorglegt,“ er einkunnin sem Arnar gaf viðtali umræddu viðtali Guðmundur og þótti reiðilesturinn vera vont innlegg inn í það góða og jákvæða sem væri að gerast í kringum landsliðið.

Gagnrýni Arnars og Loga var hörðust eftir leikinn gegn Sviss sem tapaðist 18-20. Logi sagði þá að ráðleysi hefði einkennt vinnubrögð  Guðmundar og frammistöðu liðsins. Yfir þessu varð Guðmundur ævareiður. Arnar benti á að leikmenn íslenska liðsins væru mun reynslumeiri en svissnesku leikmennirnir og íslensku leikmennirnir spiluðu í bestu liðum heims á meðan 14 af 19 leikmönnum Sviss spiluðu í svissnesku deildinni. Samt hefðum við aðeins skorað hjá þeim 18 mörk.

„Hann mætir í viðtal strax eftir tapleik í engu jafnvægi og lætur allt gossa,“ sagði Logi Geirsson um framgöngu Guðmundar. „Allir heilvita menn vita að leik íslenska liðsins er ekki stjórnað af okkur úr sjónvarpssal,“ sagði Logi jafnframt og einnig þetta: „Staðreyndir og rök halda, ekki tilfinningar.“

Arnar og Logi voru ósammála þeim fullyrðingum að þeir væru með of miklar væntingar til liðsins. Þeir minntu á að meðal leikmanna væru nokkrir af markhæstu leikmönnum þýsku úrvalsdeildarinnar.

Guðmundur sagði í viðtalinu fræga að væntingar liðsins hefðu verið keyrðar upp fyrir mótið og ekki væri tekið tillit til meiðsla lykilmanna. Arnar bendir á að frábær leikur liðsins gegn Portúgal rétt fyrir mót hefði vakið bjartsýni. Væntingar til liðsins hafi hins vegar farið langt niður þegar í ljós kom að fyrirliðinn, Aron Pálmarsson, myndi ekki spila með. „Við erum með hörkulið og eðlilega fara væntingarnar aðeins á flug eftir þennan góða leik á Ásvöllum,“ sagði Arnar og átti þar við leikinn gegn Portúgal fyrir mót.

Guðmundur hafi ekki náð markmiðum sínum

Arnar sagðist ekki skilja þá umræðu að væntingar einhverra spekinga heima væru að hafa þau áhrif á liðið að það spilaði undir væntingum. Hann benti síðan á að liðið hefði gert 15 sóknarmistök í fyrsta leiknum á HM gegn Portúgal. Hann dró stórlega í efa að það væri honum og Loga að kenna. „Mér finnst þessi nálgun stórundarleg.“

Logi sagði: „Guðmundur er bara svekktur. Þetta heimsmeistaramót var ekki gott, hann er ekki að ná markmiði sínu með liðið, hann sagði við okkur fyrir þremur árum þegar hann tók við að hann ætlaði að byggja upp lið og koma okkur í fremstu röð og það hefur bara ekki verið að ganga. Talandi um skort á fagmennsku hjá okkur, ég er rosalega ósammála því. Fagmennskan hjá honum að koma strax eftir leik í viðtal og í stað þess að tala um leikinn að fara að tala um hvað okkur finnst í stúdíóinu, það finnst mér bara fyrir neðan allar hellur.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarni og Inga nokkuð sammála um að kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar hafi verið verulegur

Bjarni og Inga nokkuð sammála um að kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar hafi verið verulegur
Fréttir
Í gær

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm