fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Fréttir

Sæmundur í sparifötunum allur – Ekkert fékkst upp í 47 milljóna kröfur

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 15:17

mynd/kexhostel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum á þrotabúi Sæmundar í sparifötunum ehf. er nú lokið og hafa verið auglýst í Lögbirtingablaðinu. Lýstar kröfur námu rúmum 47 milljónum.

Samkvæmt ársreikningi félagsins sem skilað var inn árið 2019 fyrir rekstrarárið 2018, sem jafnframt er síðasti ársreikningur sem skilað var inn, var Halla Sigrún Hjartardóttir skráður eini stjórnarmaður félagsins. Í samtali við DV sagði Halla gjaldþrotið tengt Covid. „Við þurftum að loka hostelinu í mars og það var meira en Sæmundur í sparifötunum ehf. réði við.“ Aðspurð hvort 47 milljóna kröfur á bar og veitingastað sé ekki há upphæð svarar hún: „Þetta var bara staðan eins og hún var. Kannski var þetta uppsafnaður vandi.“ Hún segir Kex Hostel, eiganda Sæmundar í sparifötunum ehf., þó lifa áfram. „Kex hostel lifir enn, en hostelið er lokað. Við vonumst til þess að geta opnað aftur um leið og aðstæður leyfa. Við vonum bara eins og allir aðrir að sumarið verði gott.“

Eigendur Kex Hostel eru svo, samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins:

  • Fiskisund ehf. (55%) – Eigendur Fiskisunds eru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson til jafns.
  • KP ehf. (38,9%) – Raunverulegur eigandi skráður Birkir Kristinsson.
  • Pétur Hafliði Marteinsson (6,3%)
  • HEVA ehf. (2,8%)
  • Sigur ehf. (1,4%)

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Sæmundar í sparifötunum ehf., segir ekkert hafa fengist upp í kröfur við skiptin annað en smáræði upp í kostnaðinn við skiptin sjálf.

Halla sagði jafnframt óljóst hvernig framhaldið yrði með rekstur veitingastaðar á hostelinu þegar allt færi af stað aftur. Þegar Kex Hostel opnaði var hostel barinn á Kex Hostel einn sá allra vinsælasti í bænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kun Aguero með COVID-19
Fréttir
Í gær

Umferðarslys á Vesturlandsvegi

Umferðarslys á Vesturlandsvegi
Fréttir
Í gær

„Hjólaþjófurinn“ í Laugardal er saklaus – „Ég er ljóti kallinn hjá mörgum“

„Hjólaþjófurinn“ í Laugardal er saklaus – „Ég er ljóti kallinn hjá mörgum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágúst í Slæs segir ásakanir um hugverkstuld kolrangar – Merki Slæs úr einum stærsta myndabanka í heimi

Ágúst í Slæs segir ásakanir um hugverkstuld kolrangar – Merki Slæs úr einum stærsta myndabanka í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Skötufirði – Litli drengurinn er látinn

Harmleikurinn í Skötufirði – Litli drengurinn er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fartölvuþjófurinn handtekinn – Sögð hafa ætlað að selja fartölvu Pelosi til rússnesku leyniþjónstunnar

Fartölvuþjófurinn handtekinn – Sögð hafa ætlað að selja fartölvu Pelosi til rússnesku leyniþjónstunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést í reiðhjólaslysi í Breiðholti

Lést í reiðhjólaslysi í Breiðholti