fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
Fréttir

Crossfit Reykjavík grunaðir um sóttvarnarbrot

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. janúar 2021 19:52

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamsræktarstöðin Crossfit Reykjavík er grunuð um sóttvarnarbrot, eða að hafa nýtt sóttvarnarreglur í öðrum tilgangi en þeim var ætlað. Þetta kom fram í fréttatíma RÚV.

Helst kemur til athugunar hvort að stöðin hafi nýtt sér undanþágu fyrir afreksíþróttarfólk með ótilhlýðilegum hætti. Meðlimir stöðvarinnar fengu í ársbyrjun tilkynningu um að lyftingaræfingar væru aftur að hefjast. Þangað mættu koma allir skráðir meðlimir í Lyftingafélagi Reykjavíkur, að hámarki 16 í einu. Eins var tekið fram að allir sem vildu gætu skráð sig í lyftingarfélagið og því fylgdu engar kvaðir.

Í tilkynningunni stóð:

„Ofboðslega Innilega Gleðilegt Nýtt Ár Kæru Vinir. 

Okkur langar að færa þér gleðifréttir á þessum fyrsta degi ársins og þær eru að CrossFit Reykjavík opnar mánudaginn 4. janúar fyrir lyftingaæfingar fyrir alla sem eru skráðir í Lyftingafélag Reykjavíkur. 

Þú getur skráð þig í afgreiðslunni og það eru engar kvaðir sem fylgja skráningu. […] Við munum að sjálfsögðu fylgja öllum sóttvarnarreglum áfram með spritti, fjarlægðarmörkum o.s.frv. og sturturnar verða lokaðar til að byrja með. 

Við hlökkum til að sjá ykkur öll á æfingu í byrjun nýs árs.“

Lyftingarfélag Reykjavíkur er í eigi sömu aðila og Crossfit Reykjavík. Lyftingasambandið hafði þá endurskilgreint afrekshópa upp á nýtt og féllu nú undir þann flokk allir sem væru að undirbúa sig fyrir Íslandsmeistaramót fullorðinna. Hins vegar, líkt og sjá má af ofangreindri tilkynningu, er ekkert minnst á það að fólk verði að stefna á keppni.

Víðir Reynisson sagði í samtali við fréttastofu RÚV að lögregla hafi fengið tilkynningu vegna CrossFit Reykjavíkur.

„Já við fengum ábendingu um það sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að skoða og tengist því hvort verið er að misnota undanþágu sem er vegna afreksíþróttafólks og Lyftingasambandið hefur upplýst okkur um það að þeir eru með þessa undanþágu fyrir þá sem eru að æfa fyrir Íslandsmeistaramótið í lyftingum. Við erum bara að skoða hvort menn eru að reyna að nýta sér einhverja glufu eða hvort þetta séu raunverulega keppendur á þessu móti sem eru að æfa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásirnar í Borgarholtsskóla – Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Árásirnar í Borgarholtsskóla – Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Elís sendi virkilega grófar hótanir á barnsmóður sína – Gengur nú laus – „Hversu lengi þarf ég að vera hrædd?“ spyr hún

Guðmundur Elís sendi virkilega grófar hótanir á barnsmóður sína – Gengur nú laus – „Hversu lengi þarf ég að vera hrædd?“ spyr hún