fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Sjö prósent fullorðinna óbólusett

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 09:00

Bólusetning með Pfizer bóluefni í Laugardalshöll Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 100 manns voru bólusettir gegn kórónuveirunni daglega í júlí eftir að fjöldabólusetningum lauk í Laugardalshöll 1. júlí. Mest var þetta ungt fólk sem var að koma úr námi erlendis og einn og einn, sem hafði gleymt sér, mætti einnig.

Morgunblaðið hefur þetta eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Byrjað var að bólusetja barnshafandi konur 29. júlí og hafa um 500 konur þegið bólusetningu til þessa. „Ég held að það sé nokkuð gott hlutfall miðað við að það eru um 2.500 til 3.000 fæðingar á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári. Svo spilar alveg inn í að við vildum ekki bólusetja konur sem eru á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Þá voru einhverjar sem voru búnar að láta bólusetja sig og aðrar sem eiga enn þá eftir að koma. Þær koma bara til okkar þegar þær eru búnar að eiga eða þegar hentar þeim. Það er alltaf opið hús fyrir þær,“ er haft eftir henni.

Verið er að endurbólusetja skólastarfsfólk en sú vinna hófst strax eftir verslunarmannahelgi og verður reynt að ljúka því verkefni sem fyrst að sögn Ragnheiðar.

Á mánudaginn verður byrjað að endurbólsetja þá sem fengu bóluefnið frá Janssen en það eru rúmlega 53.000 manns. Þeim stendur til boða að fá örvunarskammt af Moderna eða Pfizer.

12-15 ára börn verða bólusett í Laugardalshöll 24. og 25. ágúst.

86,3% fólks, eldra en 16 ára, hefur lokið bólusetningu hér á landi og 6,6% hafa fengið einn skammt. Það eru því rúmlega 7% sem eru óbólusett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda