fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Bólusetja 32.000 manns á þremur dögum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 09:00

Bólusetning með Pfizer bóluefni í Laugardalshöll Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú í vikunni verður lokið við að bólusetja kennara og skólastarfsmenn og 400 starfsmenn Landspítalans. Um er að ræða bólusetningu þeirra sem fengu Janssen-bóluefnið en þeir fá nú örvunarskammt.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að einnig hafi verið opið fyrir bólusetningu á Suðurlandsbraut þar sem fólk hefur getað pantað sér tíma í gegnum heilsuveru. Hún sagði að yfirleitt væri verið að bólusetja um 1.000 manns á dag, þar með eru kennarar taldir.

Í næstu viku, frá 16. til 19. ágúst, færast bólusetningar aftur yfir í Laugardalshöllina en þá munu allir þeir sem hafa fengið bóluefnið frá Janssen fá örvunarskammt eða um 32.000 manns. „Þá verða allir kallaðir út aftur og við verðum með stóra bólusetningardaga. Þeir fá annaðhvort Pfizer eða Moderna. Við tökum það jöfnum höndum eftir því hvenær er næsta fyrning á næsta bóluefni,“ er haft eftir Ragnheiði.

23. og 24. ágúst  verður boðið upp á bólusetningu fyrir 12 til 15 ára börn. „Það miðast við afmælisdaginn hvenær fólk á að mæta. Við erum búin að tékka á öllum sveitarfélögunum og skólayfirvöldum varðandi þessar dagsetningar og þau telja að þær henti vel svo við munum keyra á þær,“ sagði Ragnheiður.

Hún sagði að allar upplýsingar um tímasetningar og annað tengt bólusetningu barna sé að finna á vef heilsugæslunnar. Börnin verða ekki boðuð í bólusetningu, foreldrar þeirra verða að skoða hvenær boðið er upp á bólusetningu fyrir þá aldurshópa sem börn þeirra tilheyra. Ekki verður tekið á móti börnum í bólusetningu nema þau séu í fylgd með fullorðnum eða forráðamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda