fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Fréttir

Fékk yfir sig holskeflu haturs frá Íslendingum í athugasemdum – „Þvílíkt ógeð. Ótrúlegt hvað fólk getur leyft sér að segja“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 09:59

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sema Erla Serdar, baráttukona og stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur fengið sig haug af hatri frá Íslendingum í athugasemdum samfélagsmiðla. Athugasemdirnar eru afar ljótar en Sema birti skjáskot af athugasemdunum á Twitter-síðu sinni í gær.

„Það var samkoma hjá íslenskum rasistum um helgina. Mér sýnist ég hafa verið á matseðlinum!“ skrifar Sema með skjáskotunum af þeim orðum sem fólk lét falla um hana. Fólkið sem lætur þessi skelfilegu orð falla um Semu á það sameiginlegt að vera á móti því starfi sem Sema hefur unnið undanfarin ár en hún hefur verið áberandi í umræðunni þegar kemur að mannúðlegri og betri meðferð á flóttafólki sem kemur hingað til lands.

Ljótar og grófar athugasemdir

Í athugasemdunum er hún vegna þessa til dæmis sökuð um landráð og hryðjuverkastarfsemi. Þá er hún kölluð öllum illum nöfnum en athugasemdirnar eru virkilega ljótar og í sumum tilfellum gríðarlega grófar.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem fólk skrifaði um Semu í athugasemdunum sem hún deildi á Twitter.

„Hún er úrkynjuð. Stendur ekki með þjóðinni sem hún er fædd í.“

„Æji er ekki hægt að koma þessu kvikindi til dýralæknis og svæfa það.“

„Vísa þessu svikakvendi við land og þjóð úr landi.“

„Þetta er landráðamanneskja og skömm fyrir miðla að birta sem frá henni kemur.“

„Þessa þarf að stöðva.“

„Þessi manneskja er alveg ótrúleg, bullið og þvælan í henni.“

„Já þessi manneskja er vægast sagt mjög varasöm og ber að varast.“

„Þessi helvítis tyrkja gudda er að drepast úr frekju eins og hún á ættir að rekja til.“

„Haltu kjafti múslimasleikjuhóra komdu þér úr landi væri mikil hreinsun fyrir þjóðina að losna við svona afætur.“

„Er ekki hægt að svifta þessa konu íslenskum ríkisborgararétt – hún veldur íslensku þjóðfélagi svo miklum hörmungum og kostnaði.“

„Þvílik djöfulsins frekja!“

„Senda þessa Semu one way ticket aftur til Tyrklands. Þar getur hún prófað að garga eins og hæna þangað til hún verður húðstrýkt af þeim sem hún elskar, múslimum.“

„Þetta kallast athyglissýki, því ekki hefur hún útlitið með sér, eða nokkuð sem heitir kynþokki, ömurlega ljót, en vill vera númer og því miður kemst hún upp með það.“

„Þetta er orðið mjög hættulegt hatur“

Sema fékk mikinn stuðning frá netverjum á Twitter eftir að hún birti skjáskotin með athugasemdunum. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, er á meðal þeirra sem tjá sig í athugasemdunum við færslu hennar. „Ömurlegt að lesa Sema, þetta fólk er greinilega mjög hrætt við þig,“ segir Heiða. „Orðbragðið! Úff. Er bara kjaftstopp,“ segir Freyja nokkur. „Þvílíkt ógeð. Ótrúlegt hvað fólk getur leyft sér að segja. Þú ert ótrúlega sterk að geta yfirhöfuð lesið þetta,“ segir svo Anna nokkur.

„Þetta er orðið mjög hættulegt hatur. Það þarf að taka á þessu. Við megum ekki sætta okkur við svona orðræðu þó hún sé á jaðrinum. Ég finn til með þér að þurfa að þola þessar svívirðingar. En um leið ertu að vinna frábært starf, aldrei efast um það,“ segir síðan Björgvin nokkur.

Fleiri taka í sama streng og þakka Semu fyrir starf sitt. „Takk elsku Sema að taka slaginn aftur og aftur. Er fáránlegt að fullorðið fólk hugsi svona, hvað þá að setjast niður og skrifa það opinberlega. Erum heppin að hafa þig, við stöndum með þér og öllum þeim sem þú tekur slaginn fyrir,“ segir til að mynda Ingiríður nokkur. „Úff takk fyrir styrkinn til að halda áfram að taka slaginn. Þú ert fyrirmynd,“ segir svo Bára nokkur.

Ekki náðist í Semu Erlu við gerð fréttarinnar

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan útilokar ekki kosningasvindl – Salurinn ekki læstur líkt og Ingi hélt fram

Lögreglan útilokar ekki kosningasvindl – Salurinn ekki læstur líkt og Ingi hélt fram
Fréttir
Í gær

Trúboðinn Eiríkur í Omega fékk skilorðsbundna 10 mánuði og 109 milljóna sekt

Trúboðinn Eiríkur í Omega fékk skilorðsbundna 10 mánuði og 109 milljóna sekt
Fréttir
Í gær

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita
Fréttir
Í gær

Ölvaður ók á stólpa

Ölvaður ók á stólpa
Fréttir
Í gær

Innkalla núðlutegund útaf glerbroti sem fannst

Innkalla núðlutegund útaf glerbroti sem fannst
Fréttir
Í gær

Páll kippir sér lítið upp við gagnrýnina og segir Helga Seljan „mæta í settið hjá Gísla Marteini að leika fórnarlamb”

Páll kippir sér lítið upp við gagnrýnina og segir Helga Seljan „mæta í settið hjá Gísla Marteini að leika fórnarlamb”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andlitslyfting Kolaportsins klýfur þjóðina í tvennt – „Kolaportið dó þegar lyktin fór“

Andlitslyfting Kolaportsins klýfur þjóðina í tvennt – „Kolaportið dó þegar lyktin fór“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hömlum ekki aflétt – Djammið áfram takmarkað

Hömlum ekki aflétt – Djammið áfram takmarkað