fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Stjórnlausri kókaínneyslu, vændiskaupum og ofbeldi lýst í namibískum dómskjölum í Samherjamálum

Heimir Hannesson
Laugardaginn 5. júní 2021 11:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiðsvarnar yfirlýsingar í Samherjamálinu svokallaða í Namibíu voru nýverið lagðar fram í dómstólum þar í landi. Gögnin eru lögð fram í tengslum við málaferli er varða meintar mútugreiðslur stjórnenda Samherja til namibískra embættismanna í skiptum fyrir kvóta þar í landi. Málin varða í heild átta ríkisborgara Namibíu auk þriggja Íslendinga og fimm fyrirtækja í eigu Íslendinganna.

Skjölin eru aðgengileg á vefnum, hér, og þá undir málsnúmerinu: HC-MD-CIV-MOT-POCA-2020/00429. Skjölin eru nú orðin 444 talsins og því ljóst að um umfangsmikið mál er að ræða.

Eiðsvörnu yfirlýsingar Íslendinganna hafa einkum vakið athygli. Sagði Fréttablaðið til að mynda frá því að í lok vikunnar að yfirlýsingar Íslendinganna miðuðu flestar að því að færa sökina á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann í málinu. Ein slík yfirlýsing þykir sérstaklega áhugaverð, en það er yfirlýsing Guðmundar Ævarssonar.

Samherjamaður lýsir botnlausir kókaínneyslu Jóhannesar

Guðmundur lýsir sjálfum sér í yfirlýsingu sinni sem fisksala í Namibíu, en hann hefur starfað bæði fyrir og náið með Samherja í gegnum árin. Hans er víða getið í skjölum Wikileaks og þá helst, að því er segir í fréttum Stundarinnar, í tengslum við fyrirtæki í eigu Samherja, Esja Fishing, sem var meðal annars notað var sem milliliður í launagreiðslum Samherja frá skattaskjólum. Yfirlýsingin fjallar að lang mestu leyti um samskipti sín við Jóhannes Stefánsson, og er óhætt að segja að um litríkt samstarf hafi þar verið að ræða.

Guðmundur segist þar hafa verið ráðinn af Jóhannesi inn til Samherja í maí 2014 og unnið með honum þar uns hann var rekinn í desember 2016. Á þeim tíma segist hann hafa orðið vitni að því þegar Jóhannes missti stjórn á lífi sínu sökum ofneyslu áfengis og kókaíns. Þá er Jóhannes sagður hafa nýtt sér þjónustu fjölda vændiskvenna.

Neysla Jóhannesar hófst raunar mun fyrr, að því er kemur fram í yfirlýsingu Guðmundar, en áður en leiðir þeirra lágu saman hjá Samherja störfuðu þeir saman í Marokkó. „Þegar við vorum í Marokkó hélt Jóhannes gjarnan partý þar sem var mikil áfengisneysla. Ég sá þar einnig Jóhannes reykja maríhúana,“ segir Guðmundur. „Enn fremur sá ég Jóhannes oft borga vændiskonum fyrir þjónustu sína.“

Partíferðir til Suður Afríku

Guðmundur lýsir svo stöðugt versnandi ástandi á Jóhannesi í gegnum árin. „Ég man sérstaklega eftir því þegar Jóhannes sagði mér frá því að hann hefði verið handtekinn á veitingastað í Reykjavík fyrir vörslu fíkniefna. Ég held að hann hafi verið dæmdur vegna þessa og ég man að hann sagði mér frá því að hann var svo glaður að Samherji vissi ekki af því, því þá hefði hann aldrei fengið starfið hjá þeim,“ segir Guðmundur.

Guðmundur segist þá eitt sinn hafa sótt Jóhannes út á flugvöll eftir viðskiptaferð til Höfðaborgar í Suður Afríku. „Þegar ég kom út á flugvöll var Jóhannes blindfullur og hann sagði að hann þyrfti að kaupa meiri bjór. Á þessum tíma hafði hann týnt símanum sínum og gleymt að skila bílaleigubíl sínum í Höfðaborg. Ég varð að ganga frá þeim málum fyrir hann. Hann svaf næstu tvo sólarhringa.“

Kókaínneyslu Jóhannesar er lýst í miklum smáatriðum í eiðsvörnum vitnisburðinum. Þar segir til dæmis frá því þegar þáverandi eiginkona Jóhannesar heimsótti hann í október 2014. „Hann sagði mér að þau væru öll að fara í viðskiptaferð til Höfðaborgar og ég held að ferðin hafi verið greidd af fyrirtækinu. Ferðin virðist hafa verið skipulögð sem fyllerísferð. Á meðan á ferðinni stóð keypti Jóhannes mikið magn kókaíns.“

Sama saga er svo sögð ítrekað í yfirlýsingu Guðmundar. Lýsir hann því jafnframt að hann hafi fylgst með heilsu Jóhannesar hraka hratt á þessum tíma. Jóhannes hafi orðið trúgjarnari með árunum og neyslunni. Eitt sinn í Windhoek voru þeir að neyta áfengis þegar Guðmundur segir Jóhannes hafa þurft á kókaíni að halda, að því er fram kemur í yfirlýsingunni. „Til að verða sér út um kókaín talaði hann við mann sem hann hafði aldrei hitt áður og rétti honum lyklana að fyrirtækjabílnum til þess að maðurinn kæmist að sækja efnin fyrir sig. Sem betur fer kom þessi ókunnugi maður til baka á fyrirtækjabílnum,“ segir hann.

Nokkrum mánuðum síðar segir Guðmundur Jóhannes hafa hitt James Hatuikulipi, fyrrum stjórnarformann Fishcor, í Höfðaborg til að ræða kvótamál í Suður Afríku. „Eftir fundinn dvaldi Jóhannes á hóteli í Höfðaborg þar sem hann drakk mikið, neytti kókaíns og borgaði fyrir þjónustu fjölmargra vændiskvenna,“ segir Guðmundur. Partýið virðist hafa enst í minnst 9 daga, ef marka má yfirlýsinguna. „17. febrúar vorum við enn í partýi í Höfðaborg þegar eiginkona Jóhannesar kom frá Íslandi. Hann vissi að hún væri að koma svo við fluttum okkur inn á Radisson Blu hótelið svo hún fyndi okkur ekki.

Southern Sun hótelið í Höfðaborg. Þar er Jóhannes sagður hafa dvalið og neytt kókaíns í marga daga.

Neysla Jóhannesar á kókaíni var þá orðin það mikil að hann skipulagði vikulegar sendingar frá borginni Windhoek til Walvis Bay þar sem hann bjó, segir Guðmundur.

Seint árið 2016 segir hann svo Jóhannes hafa misst alla stjórn á neyslu sinni. „Ég man eftir því að hann hringdi í mig og sagði mér í símann að fólk væri að njósna um hann og reyna að drepa hann. Ég trúði honum ekki og tel hann hafa verið að ímynda sér ofsóknirnar. Hann réð sér þá lífvörð, fyrrum hermann frá Kongó, Christian Yema-Y’Okungo, sem kallaður var herra Yema. Jóhannes leit á hann sem vin sinn.“

„Árið 2016 kom Ingvar Hilmarsson, vinur Jóhannesar til Höfðaborgar til þess að heimsækja vin sinn. Hann sá hve slæmt ástandið á Jóhannesi var orðið og hve háður hann var orðin fíkniefnunum. Ingvar reyndi að koma Jóhannesi í skilning um að hann þyrfti á aðstoð að halda og reyndi að fá hann til þess að koma með sér heim. Þegar herra Yema komst að því að hann væri að reyna að fá Jóhannes heim, gekk hann í skrokk á Ingvari. Þegar ég komst að þessu sá ég að herra Yema var aðeins að nota Jóhannes,“ segir Guðmundur.

Lífvörðurinn frá Kongó

Á meðal gagna í málinu er einnig eiðsvarin yfirlýsing frá herra Yema. Í yfirlýsingunni segist hann hafa varið miklum tíma með Jóhannesi í Höfðaborg og Jóhannesarborg í Suður-Afríku á árunum 2016 og 2017 eftir að Jóhannesi var sagt upp störfum hjá Samherja í lok árs 2016. Yema-Y’Okungo lýsir því, eins og Guðmundur, að Jóhannes hafi misnotað áfengi og kókaín í sinni viðurvist og reglulega nýtt sér þjónustu vændiskvenna. Kveður hann Jóhannes hafa notað óhóflega mikið af kókaíni, stundum allt að sjö sinnum á dag.

Í yfirlýsingunni lýsir Kongómaðurinn einnig veikindum Jóhannesar sem hann taldi stafa af áfengis- og vímuefnaneyslu. Þannig hafi Jóhannes verið þjáður af verkjum en verið undir áhrifum áfengis og kókaíns nær öllum stundum. Jóhannes hafi hins vegar verið sannfærður um að eitrað hafi verið fyrir sér.

Yema-Y’Okungo segir jafnframt í yfirlýsingunni að Jóhannes hafi komist upp á kant við vafasama menn sem í skipulagðri glæpastarfsemi í Höfðaborg eftir að hafa safnað skuldum hjá hórmöngurum. Stafaði skuldin af því að Jóhannes var sagður hafa ítrekað nýtt sér þjónustu vændiskvenna milliliðalaust. Kveðst Yema-Y’Okungo hafa þurft að semja um skuldina við handrukkara sem sendir voru til að „innheimta“ hana.

Herra Yema gaf yfirlýsinguna og undirritaði hana á á lögreglustöð í Elsie’s River, úthverfi í Höfðaborg í Suður-Afríku, þann 29. október 2019. Jóhannes Stefánsson hefur ítrekað lýst téðum Yema-Y’Okungo sem sínum nánasta samstarfsmanni.

Þessum ásökunum hefur Jóhannes neitað, meðal annars í samtali við Al-Jazeera.

Segir meinta eitrun vera af völdum fíkniefnaneyslu

Jóhannes var, sem fyrr sagði, rekinn frá Samherja í desember 2016.

Árið 2018 segist Guðmundur aftur hafa hitt Jóhannes. Jóhannes hafi þá talað um að reynt hafði verið að eitra fyrir honum. „Ég trúði honum ekki,“ segir Guðmundur. Hann lýsir ástandinu á Jóhannesi sem gríðarlegu slæmu á þessum tíma.

Jóhannes hefur síðan þá margítrekað haldið því fram að reynt hafi verið að eitra fyrir honum í Suður Afríku á árunum eftir að hann lét af störfum fyrir Samherja. Söfnun fyrir læknismeðferð, sem Jóhannes heldur því fram að hann geti ekki fengið á Íslandi, var meira að segja sett í gang. Var því þar lýst að orsök eitrunar væri óþekkt og íslenskar heilbrigðisstofnanir ættu ekki nauðsynleg lækningatæki til þess að greina eitrunina og meðhöndla hana. Hann þyrfti því að leita sér aðstoðar erlendis.

DV spurði Eitrunarmiðstöð Landspítalans hvort ógreinanlegar eitranir kæmu oft upp en þar kannaðist enginn við að hafa rekist á eitrun hvers uppruni væri ekki ljós.

Sjá nánar: Jóhannes Stefánsson uppljóstrari lýsir morðtilraun og segist þurfa á peningum að halda – Eitrunarmiðstöð LSH kannast ekki við óþekktar eitranir

Áður neitað samskonar ásökunum

Ekki náðist í Jóhannes við vinnslu fréttarinnar, en Jóhannes hefur áður neitað fyrir samskonar yfirlýsingar og sagt þær hluta af rógburði Samherja og tilraunum fyrirtækisins og stjórnenda þeirra til þess að draga úr trúverðugleika sínum, meðal annars í þáttum Kveiks og Al Jazeera, en sá síðarnefndi má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði