fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Segja að Sölva-málið sé nýtt Lúkasarmál – „Erfitt fyrir fjölmiðla að sitja undir þessum ásökunum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 15:00

Jakob Bjarnar (t.v.) og Sölvi Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamennirnir Jakob Grétar Bjarnason og Frosti Logason ræddu um fjölmiðla í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Meðal þess sem bar á góma var mál fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar sem mátti þola skæðadrífu kjaftasagna um helgina þar sem því var haldið fram að hann hefði keypt þjónustu vændiskonu og síðan gengið í skrokk á henni. Athuganir fjölmiðla um helgina hafa ekki leitt í ljós að neinn fótur sé fyrir þessum sögusögnum og Sölvi vísaði þeim á bug í yfirlýsingu sem hann birti í gær, þar sem hann birti jafnframt endurrit úr málaskrá lögreglu sem sýnir að lögregla hefur ekki haft nein afskipti af honum undanfarið en því var haldið fram að hann hefði verið handtekinn.

Frosti og Jakob voru sammála um að málið minnti á hið svokallaða Lúkasar-mál sem kom upp árið 2007. Þá var ungur maður á Akureyri sakaður um að hafa troðið hundi ofan í íþróttatösku og sparkað í töskuna uns hundurinn drapst.

Síðar reyndist hundurinn vera sprelllifandi og ungi maðurinn alsaklaus.

Jakob benti á að fjölmiðlar hefðu engan þátt átt í að dreifa þessum söguburði en þeir hefðu engu að síður mátt sitja undir slíkum ásökunum. Sögusagnirnar hefðu fengið vængi í bloggheimum en ekki fjölmiðlum.

Jakob sagði að stofnunum og akademíunni hefði mistekist að útskýra stöðu og hlutverk fjölmiðla eftir tilkomu internetsins og þeir sætu eftir sem blórabögglar, en sú staða þeirra hentaði mörgum valdaaðilum. Þá sagði Jakob enn fremur:

„Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því að það er erfitt fyrir fjölmiðla að sitja undir ásökunum um að þeir séu að hylma  yfir. Þær fréttir sem birtast eru ekki nema helmingur af málum sem eru í vinnslu og enda í ruslinu af því það tekst ekki að fá neitt staðfest. Fréttir eru ekki orðrómur og fjölmiðlar verða að varast að gefa orðrómi byr undir báða vængi.“

Frosti sagði að ýmsir áhrifavaldar á Instagram skildu ekki eðli fjölmiðlunar og gerðu ekki greinarmun á slúðri og fréttum.

Jakob benti á að síðan væru margir áhrifavaldar að sturlast yfir því þegar litlir vefmiðlar segi frá því sem þeir gera á samfélagsmiðlum. En fólk verði að gera sér grein fyrir því ekki sé hægt að meina fjölmiðlum að vísa til þess sem birtist opinberlega.

Eini fjölmiðillinn sem birti frétt um sögusagnirnar umræddu áður en Sölvi steig fram með sína yfirlýsingu var Mannlíf, sem greindi frá því að áhrifavaldurinn Ólöf Tara staðhæfði að þjóðþekktur maður hefði gengið í skrokk á vændiskonu. Jakob og Frosti voru nokkuð gagnrýnir á fréttafluning Mannlífs sem þeir sögðu að hefði mátt greina frá því að sögusagnirnar hafi ekki fengist staðfestar. „Hvaða gildi hefur þetta?“ spurði Jakob um þennan fréttaflutning Mannlífs.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“