fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Hugsanlegt að það líði að goslokum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 08:00

Frá gossvæðinu. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags breyttist eldgosið í Geldingadölum þannig að nú verða stutt hlé á því og dettur bæði gasstreymi og kvikustreymi þá niður. Síðan koma hrinur sem standa í allt að 15 mínútur. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, segir að þetta geti verið merki um að það líði að lokum gossins.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft ef eftir Páli að hegðun sem þessi komi stundum fram þegar líður að goslokum en ekki sé reynsla af þessu í hraungosum.

Haft er eftir honum að hléin á gosinu hafi varað allt frá einni mínútu upp í nokkrar mínútur. Í kjölfar þeirra komi hrinur sem standi í allt að 15 mínútur. Hann sagði að þær hafi styst og hafi goshléin lengst á meðan goshrinurnar styttust. Hann sagði að margt geti valdið þessu og of snemmt sé að segja til um hvað valdi þessari breytingu.

Morgunblaðið hefur eftir Magnúsi Tuma Guðmundssyni, jarðeðlisfræðingi, að þessi breytta hegðun geti verið vísbending um að gosvirknin fari minnkandi en einnig geti verið að gosið sé að leita sér að öðrum stað til að koma upp á yfirborðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings