fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ólögráða stúlkur fundust á innan við mínútu á Onlyfans – Aldursgreining segir stúlkuna 13-17 ára

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 22:30

Stúlkan til hægri er líklega 14- 15 ára miða við aldursgreiningarhugbúnað. Stúlkan til vinstri er 17 ára á myndinni og heitir Hannah. Hún byrjaði að selja klámfengið efni 14 ára. Mynd: Samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heimildarmyndinni Nektarmyndir til sölu (e.Nudes4sale) sem sýnd var BBC Three á síðasta ári kannar blaðakonan Ellie Flynn afhverju ungar konur flykkjast á síður á borð við OnlyFans til þess að selja nektarmyndir og myndbönd. Fram kemur að stúlkur undir lögaldri nota einnig snjallforritið Snapchat Premium til að selja klámefni  og eru Twitter aðgangar gjarnan notaðir til þess að auglýsa efnið og efnisveiturnar. Blaðamaður DV notaði sama aldursgreiningabúnað og blaðamaður BBC til að hafa upp á ólögráða einstaklingum. Það tók óhugnalega stuttan tíma.

Samkvæmt skráningasíðu OnlyFans er lágmarks aldur til þess að nota síðuna og selja efni, 18 ára. Það virðist þó ekki erfitt að komast fram hjá því miðað við hversu stutta stund það tekur að finna myndir af stúlkum sem virðast undir lögaldri. Það tók blaðamann innan við mínútu að finna reikning með mynd af stúlku undir lögaldri sem segist selja klámefni. Hérlendis hafa komið upp atvik þar sem börn niður í 13 ára hafa selt myndefni á slíkum síðum en mál þess eðlis hafa bæði borist Barnahúsi og lögreglu.

Sjá heimildarmyndina Nudes4sale hér 

Aldursgreining

Aldursgreingarbúnaðurinn Yoti er meðal þess sem notað var í heimildarmynd BBC til að finna ólögráða einstaklinga á Twitter en mun flóknara er að leita að einstaklingum á Onlyfans. Samskiptamiðilinn Twitter er vinsæll hjá þeim sem selja klámefni til þess að auglýsa efni og skapa umferð inn á síður á borð við OnlyFans sem taka við greiðslum fyrir efni.

Yoti er hugbúnaður sem notaður er til þess að auðkenna einstaklinga en býður einnig upp á aldursgreina myndir af fólki. Í heimildarmynd BBC var Yoti teymið fengið til að skanna Twitter á einum degi í leit að einstaklingum undir 18 ára aldri.

 

 

Niðurstöður könnunar Yoti voru sláandi en leitað var eftir myllumerkjum sem gáfu til kynna að viðkomandi væri að selja eða deila efni af kynferðislegum toga.

„2.545 aðskildir reikningar fundust þar sem manneskjan á prófílmyndinni virðist vera undir 18 ára. Þar af voru 37 reikningar sem kerfið áætlaði að einstaklingurinn á prófílmyndinni væri einungis 13 ára gamall,“ segir Ellie Flynn rannsakandi BBC í heimildarmyndinni sem frumsýnd var síðasta sumar.

Hannah er einn viðmælanda í Nudes4sale. Hún byrjaði að selja klámfengnar myndir 14 ára. Þegar hún kom fram í myndinni í fyrra var hún 17 ára og enn ólögráða. Mynd: Skjáskot BBC

 

Myllumerkin sterkasta vísbendingin

Flynn benti á að myllumerki á borð við #barlylegal #chubbyteens og #teens séu sterkt leiðarkerfi í leit að efni með ólögráða einstaklingum. Þegar slík myllumerki eru skoðuð á Twitter fer ekki milli mála að þar eru aðgangar með myndum af stúlkum undir lögaldri og auglýsa aðgangarnir til dæmis OnlyFans síður og Paypal leiðir til að greiða þeim.

Það tók sem áður segir mínútu að finna aðgang með prófílmynd af barnungri stúlku sem auglýsir Onlyfans aðgang en aðgangurinn fannst með því að leita eftir myllumerkinu #barelylegal

 

Undir slíku myllumerki er ung stúlka sem virðist vera 14- 15 ára. Hún birtir myndir af sér á Twitter og vísar í Onlyfans síðu sína. Hún birtir einnig mynd af sér berbrjósta en er búin að setja límmiða í myndvinnsluforriti yfir brjóstin á sér svo myndin sé ekki fjarlægð. Á myndinni eru hún með marbletti á báðum brjóstum og textinn sem hún skrifar við myndina vísar í sölu á klámefni þar sem hún kallar sjálfan sig meðal annars „human atm“ eða mannlegan hraðbanka.

Stúlkan skrifar á ensku en það er ekki ljóst hvaðan hún er og ekki gefur hún upp aldur en segist vera „varla lögleg.“ Af nokkrum andlitsmyndum hennar að dæma er hún mjög ung. Varla meira en 14-15 ára.

Þegar myndum af stúlkunni er rennt í gegnum aldursgreiningar hugbúnaðinn metur forritið hana allt niður í 13 ára en einnig 16 -20 ára á annarri mynd.

Hún birtir fjölda andlitsmynda af sér og segir að hún og mamma hennar hafi misst vinnuna í faraldrinum og þeim sárvanti peninga.

Í samtali við DV segir Julie Dawson forstöðumaður hjá Yoti að samkvæmt þeirra rannsóknum sé þeirra hugbúnaður sá nákvæmasti sem til er þvert á allan aldur, kyn og kynþátt. „Ólíkt öðrum fyrirtækjum birtum við niðurstöður okkar opinberlega. Í stuttu máli eru skekkjumörkin 1,5 ár hjá 13-25 ára einstaklingum.“

Dawson segir Onlyfans ekki nota hugbúnað frá Yoti en MindGeek sem er móðurfélag PornHub þekktrar klámsíðu sé meðal þeirra fyrirtækja sem noti Yoti til að reyna að koma í veg fyrir að ólögráða einstaklingar hlaði upp efni.

Hægt er að smella hér til að prófa aldursgreininguna.

 

Ólöglegt á Íslandi

Samkvæmt íslenskum hegningarlögum getur það varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að búa til, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt klámritum, klámmyndum eða öðru slíkum hlutum sem sýna börn. Eins er það refsivert að hafa slíka hluti til sýnis opinberlega. Þeir sem búa til myndbönd af ólögráða einstaklingum, eða taka klámfengnar myndir og deila þar eru því að brjóta gegn íslenskum lögum.

Að sama bragði er það refsivert og getur varðað fangelsisvist allt að tveimur árum að skoða myndir, myndskeið eða aðra sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni. Þeir sem kaupa sér aðgang að ólögráða einstaklingum á OnlyFans eru því líka brotlegir gegn íslenskum lögum.

Jafnvel þó að menn telji það nokkuð fært að verja sig með þeirri afsökun að hafa ekki verið meðvitaðir um aldur OnlyFans-ólögráða barns, þá er erfitt að halda þeirri afsökun til streitu þegar reikningar barnanna eru merktir myllumerkjum á borð við „Varla ólögráða“ eða „Unglingur“.

Nánari umfjöllun með svörum frá yfirmanni kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu birtist hér á DV. 

 

Þessi frétt er hluti af stærri umfjöllun um sölu klámefnis. Fleiri fréttir munu birtast á næstu dögum. 

Helgarviðtalið: Onlyfans-notendur leita til Stígamóta – „Ekki bara sem voru þar heldur eru þar enn.“

Steinunn hjá Stígamótum: Klám er tvíeggja sverð

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi