fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Það er von leitar að Vonarliðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðgerðarfélagið Það er von, sem styður við fíkla á leið til bata, óskar eftir Vonarliðum. Vonarliðar eru bakhjarlar sem styðja við starfsemi samtakanna.

Á Facebook-síðu Það er von segir:

„Það er von var stofnað árið 2019 af Hlyni Kristni Rúnarssyni ásamt Rögnu móður hans og öðrum hugsjónaraðilum. Þessir einstaklingar höfðu áhuga á að beita sér fyrir bættri umræðu um fólk sem glímir við fíkn og hétu því að vinna markvisst gegn fordómum og skömm. Fylgjendur telja hátt í 20.000 á samfélagsmiðlum sem félagið haldur úti og má segja að forsvarsmenn hafi komið með einlægni og áhrifaríkar færslur sem og fræðslu um hugarástand þeirra sem glíma við fíkn.

Stofnendur Það er von settu sér það markmið að opna áfangaheimili, hófu söfnun en Covid setti strik í flest öll áform, eins og hjá öðrum. Stjórnendur hefur því haldið því sem safnaðist vel að sér og verið skynsöm. Seinni hluta árs 2020 var tekin inn ný stjórn ásamt framkvæmdastýru, Tinnu Guðrúnu Barkardóttur.

Snemma á árinu 2021 tóku félagið á leigu skrifstofu þar sem þau taka á móti fólki endurgrjaldslaust sem vill fá aðstoð frá Tinnu, fikniráðgjafa eða Hlyni, stofnanda félagsins.

Nú nýverið tóku þau uppá að bjóða fólki að gerast Vonarliðar.

Vonarliðar fá greiðslukröfu mánaðarlega og verða burðarstólpar þess að áfangaheimilið Annað Tækifæri verði að veruleika á árinu 2021.“

Von byggir á hugmyndafræði þar sem hugsunin um annað tækifæri í lífinu er rauður þráður. Um þetta segir:
„Þar er aðal markmiðið að hjálpa mönnum út úr viðjum fíknar og skipulagðrar glæpastarfsemi. Einblínt er á að aðstoða fólk til virkni og langtíma bata. Þar sem fólk fær þjálfun, menntun, aukinn þroska, getu og hæfni til þess að takast á við lífið almennt auk þess að verða virkir þátttakendur í samfélaginu.“

https://www.facebook.com/thadervon/posts/495438138486876

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt