fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Aukið álag á barnaverndarkerfið vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 08:00

Ásmundur Einar Daðason fer með málefni barna í ríkisstjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynningum til Barnaverndarstofu fjölgaði mikið á síðasta ári frá árinu á undan. Tilkynningum um vanrækslu fjölgaði um 19% og tilkynningum um foreldra í áfengis- eða vímuefnaneyslu um 27,5%. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi búist við fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í faraldrinum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta er það sem, því miður, gerist þegar svona heimsfaraldrar ganga yfir, þá eykst álag á allt barnaverndarkerfið. Við vorum mjög meðvituð um það, þess vegna höfum við farið í fjölþættar aðgerðir til að styðja börn og barnafjölskyldur,“ er haft eftir Ásmundi Einari.

Síðasta vor var átakinu „Við erum öll barnavernd“ hleypt af stokkunum til að gera fólk meðvitaðra um málefni barna í faraldrinum og til að hvetja það til að tilkynna um vanrækslu eða ofbeldi í garð barna. Ásmundur hefur einnig beitt sér fyrir að félagslegar aðgerðir snúi að miklu leyti að börnum í viðkvæmri stöðu. „Það er aldrei jákvætt að barnaverndartilkynningum fjölgi en í þessu tilfelli þá er það jákvætt. Þess vegna höfum við verið að spýta inn í kerfin okkar, og við munum þurfa að gera það áfram,“ er haft eftir honum. Hann sagði jafnframt mikilvægt að tryggja áfram fjárveitingar til málefna barna að heimsfaraldrinum loknum. „Aðgerðirnar skiluðu árangri en við þurfum að vera á tánum áfram. Og við erum að gera það,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Í gær

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“