fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan á Norðurlandi eystra sýnir meintum svínakjötssmyglurum fulla hörku

Heimir Hannesson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 17:00

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli mynd/Haraldur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra birti í morgun ákærur yfir tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir brot á tollalögum. Mun annar maðurinn hafa ætlað sér að smygla tveimur kartonum af Chesterfield sígarettum og tveimur kílóum af reyktu svínakjöti til landsins með flugi Wizz Air frá Vilníus í Litháen í maí árið 2019.

Hinn maðurinn virðist af ákærunni að dæma öllu stórtækari í smygli sínu, en hann mun hafa verið stöðvar með eitt karton af Winston Blue sígarettum, annað af Chesterfield Blue, 225 grömm af L D Extro Volume reyktóbaki og heil sex kíló af hráu svínakjöti. Sá var á leið til landsins frá Osló í Noregi.

Saksóknarinn hefur þurft að kafa djúpt ofan í lögfræðiskruddurnar sínar við undirbúning málsins, því brotin sem mennirnir eru undir grun um að hafa framið eru talin varða við, hvorki meira né minna en, 1. mgr. 170. gr., sbr. 6. gr. og 3. mgr. 27. gr. tollalaga nr. 88/2005, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 630/2008 um ýmis tollfríðindi og f-lið 1. mgr. 10. gr., sbr. áður a-lið sama ákvæðis, sbr. 30. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, að því er segir í ákærunni.

Þar sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki tekist að birta mönnunum sjálfum ákærurnar eru þær birtar í dag í lögbirtingablaðinu. Þar eru mennirnir hvattir til þess að mæta þann 10. mars í Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri og taka afstöðu til málsins.

Þá er þess krafist í málinu að gerðar verðar upptækar áðurnefndar sígarettur, reyktóbak og öll átta kílóin af svínakjöti. Afar ólíklegt þykir að svínakjötið sé enn til, en gera má ráð fyrir því að það hafi verið gert upptækt við komu mannanna til landsins árið 2019. Í því ljósi getur það ekki talist eftirsóknarvert að vera úrskurðaður umsjónarmaður þess kjöts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu