fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Danir viðurkenna að hafa reynt að fara sömu leið og Ísland við öflun bóluefnis

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 06:55

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henrik Ullum, forstjóri dönsku smitsjúkdómastofnunarinnar, Statens Serum Institut, segir að stofnunin og danska lyfjastofnunin, Lægemiddelstyrelsen, hafi fundað með fulltrúum Pfizer á gamlársdag til að reyna að sannfæra fyrirtækið um að afhenda Dönum meira magn af bóluefni en þeir eiga að fá samkvæmt samningi Evrópusambandsins við fyrirtækið.

Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Danska ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að Danmörk styðji við sameiginlega áætlun ESB um kaup á bóluefnum gegn kórónuveirunni en á sama tíma hafa dönsk heilbrigðisyfirvöld greinilega unnið að því á bak við tjöldin að ná sérsamningi fyrir landið.

Jótlandspósturinn hefur eftir Ullum að í staðinn fyrir meira magn bóluefnis hafi Danir boðist til, hugsanlega í samstarfi við Ísland, að láta Pfizer í té upplýsingar sem fyrirtækið gæti notað til að rannsaka áhrif bóluefnisins. Þetta staðfestir það sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði nýlega um að Danir hefðu reynt að fara sömu leið og Ísland í þessu máli. Ekkert hefur þó komið fram um að dönsk yfirvöld hafi rætt við íslensk um samstarf.

„Það er augljóst að það væri mikill ávinningur af því að fá meira af bóluefnum strax á þessu stigi faraldursins,“ hefur Jótlandspósturinn eftir Ullum. Hann sagði að á fundinum hefði verið rætt um samstarf á grunni innkaupasamnings ESB en einnig fram hjá honum. Pfizer gaf aldrei nein svör við þessari umleitan og telur Ullum að þetta sé ekki lengur möguleiki í stöðunni.

Eins og víða annars staðar kemur lítið af bóluefnum til Danmerkur og er afhending þess flöskuhálsinn í bólusetningu þjóðarinnar. Nánast allir innviðir eru reiðubúnir undir stórfelldar bólusetningar en það vantar meira bóluefni. Nú þegar er búið að bólusetja rúmlega 2% þjóðarinnar og hefur ekkert annað aðildarríki ESB náð sama árangri í bólusetningum. En engin kemst nálægt Ísrael en þar hafa rúmlega 20% þjóðarinnar verið bólusett. Ísraelsk stjórnvöld gerðu samstarfssamning við Pfizer um aðgang fyrirtækisins að heilbrigðisgögnum í staðinn fyrir mikið magn bóluefnis.

Jótlandspósturinn leitaði svara hjá Pfizer varðandi umleitanir Dana um að fara „íslensku leiðin“ en fékk engin svör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“