fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Íslenski fáninn í mótmælunum í Bandaríkjunum – „Þetta er rosalegt“ – „Þekkir einhver þetta gerpi?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 09:39

Myndin sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Trump-stuðningsmenn láta líka taka eftir sér í Sacramento,“ skrifar rithöfundurinn Illugi Jökulsson á Facebook og birtir myndir úr mótmælunum sem fóru fram vestanhafs í gær. Athygli vekur að mótmælandinn og Trump-stuðningsmaðurinn sem Illugi birtir mynd af er með íslenska fánann.

Mótmælin í gær, sem breyttust í óeirðir, beindust upphaflega gegn talningu á atkvæðum kjörmanna. Sáu mótmælendurnir þetta sem síðasta tækifæri sitt til þess að hafa áhrif á ferli sem leiðir að lokum til staðfestingar á kjöri Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna.

Myndin sem Illugi birti á Facebook hefur vakið athygli en til að mynda hefur Hringbraut fjallað um myndina.

Sjá má mikla furðu í athugasemdunum við myndina. „Hvað er íslenski fáninn að gera þarna?!“ spyr kona nokkur í athugasemd. „Ha? Þetta er rosalegt. Þarfnast skýringa við,“ segir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason. „Væntanlega er þarna einhver íslenskur stuðningsmaður Donald Trump. Ég vona að hann endi í bandarísku fangelsi næstu áratugina,“ segir síðan maður nokkur.

Illugi birtir síðan aðra mynd af manninum í athugasemd undir færslunni sinni. „Þekkir einhver þetta gerpi? Er þetta íslenskt, eða bara einhver fáráður sem heldur að við séum æðri öðrum því við erum svo föl og langafar okkar sigldu á bátum til Grænlands?“ spyr maður nokkur þá.

„Greyið ræfillinn öskrar og hörfar svo strax aftur i hópinn. Hræddur lítinn drengur,“ segir svo annar.

Hin myndin af manninum sem Illugi deildi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi