fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Fréttir

Dóttir Ruthar Reginalds varð fyrir skotárás og biður um hjálp – „Hann bjargaði lífi mínu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. september 2020 11:25

Gregory og Helen. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir söngkonunnar þekktu, Ruthar Reginalds, sem nú ber nafnið Ruth Moore, varð ásamt unnusta sínum, fyrir stórhættulegri skotárás í Inglewood í Kaliforníu fyrir skömmu. Parið var inni í stóru tjaldi þegar skothríð reið yfir, en menn voru þar að skjóta á mann á flótta sem fór yfir tjaldið sem parið var í.

Konan heitir Helen Sól Fannarsdóttir og er 24 ára gömul. Unnusti hennar, Gregory, er 36 ára gamall. Hann er nú rúmfastur á hótelherbergi þar sem parið býr tímabundið, og mun það taka hann mánuði að ná heilsu á ný.

Helen Sól lýsir atvikinu svo í viðtali við DV:

„Þeir voru að skjóta á annan strák og strákurinn hljóp yfir tjaldið okkar. Hann var að flýja undan mönnum sem skutu á hann úr bíl. Þetta var engin smá skothríð, örugglega yfir 20 skot. Við vorum í stóru tjaldi, örugglega tíu manna, og vorum með lítinn sófa þar inni. Þegar skothríðin byrjaði lá ég í sófanum en hann sat á gólfinu. Gregory togaði mig af sófanum og fleygði sér yfir mig. Hann fékk skot aftan í lærið, undir rasskinninni. Hausinn á mér var beint undir fætinum, ég fann fótinn slást í höfuðið á mér og hélt í smá stund að ég hefði verið skotin í andlitið.“

Helen segir engan vafa leika á því að Gregory hafi bjargað lífi hennar. Sjálfur hefur hann liðið miklar þjáningar vegna árásarinnar. „Hann er með stórt járn niður frá mjöðminni og lærleggurinn brotnaði á sjö stöðum,“ segir Helen.

Gregory í sjúkrarúmi eftir árásina. Mynd: GoFundMe

Grunar lögreglu um fordóma

Þegar lögreglumenn komu á vettvang trúðu þeir því ekki að Gregory hefði verið skotinn því í fyrstu sáu þeir ekkert blóð. „Þeir vildu ekki hjálpa honum og sögðu að hann gæti bara sjálfur komið sér út úr tjaldinu,“ segir Helen en lögreglan hefur hvorki haft samband við hana né Gregory eftir árásina og virðist ekki vera að rannsaka málið.

„Þeir voru mjög dónalegir við hann en hérna eru kynþáttafordómar í garð litaðra,“ segir Helen en Gregory hennar er dökkur á hörund.

Hún segir hins vegar að sjúkralið og læknar hafi staðið sig vel. „Þegar sjúkraflutningamennirnir komu ráku þeir lögregluna bara burtu og tóku yfir.“

Gregory og Helen. Mynd: Facebook

Ákall um aðstoð góðhjartaðra

Parið hefur átt erfitt uppdráttar en þau voru heimilislaus er árásin átti sér stað, þ.e. bjuggu í tjaldi. Núna hafa þau snúið við blaðinu: „Við snerum alveg við blaðinu eftir að þetta gerðist. Við vorum í rugli en um leið og þetta gerðist snerum við öllu við og höfum verið alveg edrú síðan. Við gerum varla neitt nema að borða núna,“ segir Helen og hlær.

Parið hefur þó ekki margar ástæður til að hlæja þessa dagana því lífið er erfitt. Þau eru heimilislaus en Gregory er í þannig ástandi núna að hann getur ekki sofið í tjaldi heldur verður að liggja fyrir í hótelrúmi. Hótelherbergið kostar hins vegar sitt og Helen og Gregory eiga enga peninga. Fjölskylda þeirra hefur þó getað hjálpað undanfarið og þau hafa haldið herberginu.

Sem fyrr segir er söngkonan Ruth Reginalds móðir Helenar en faðir hennar er lyftingakappinn Fannar Gauti Dagbjartsson.

Helstu áhyggjur parsins eru að eiga fyrir mat og hótelherbergi frá degi til dags en þegar frá líður mun Gregory sitja uppi með háa reikninga vegna læknisþjónustu.

„Við fáum enga félagslega aðstoð hér fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjá mánuði því kerfið er svo hægt hérna,“ segir Helen.

Helen hefur stofnað styrktarsíðu á fjármögnunarvefnum Gofundme. Þar segir hún frá atvikinu hræðilega og afleiðingum þess. Það munar um öll framlög í baráttu parsins og þau eru mjög þakklát fyrir öll framlög. Auðvelt er að gefa í söfnunina á Gofundme.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð
Fréttir
Í gær

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun
Fréttir
Fyrir 3 dögum
76 ný COVID-19 smit