fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ólga hjá íslenskum mæðrum vegna umræðu um sund og transfólk – „Hvað ef einn þeirra heldur á símanum sínum?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 28. september 2020 15:00

Mynd: Fréttablaðið/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að ólga hafi skapast í Facebook-hópnum Mæðratips eftir að móðir nokkur deildi þar færslu sem varðaði transfólk og sundlaugar.

„Langar að vita skoðun ykkar á einu máli sem snertir sundlaugar og trans fólk,“ skrifaði móðirin í færslunni sem hefur vakið mikil viðbrögð, bæði innan og utan hópsins. „Vil taka það fram að ég er alls ekki á móti trans fólki, finnst auðvitað að allir eigi að fá að vera þeir sjálfir. Hins vegar finnst mér mikilvægt að réttindi eins traðki ekki á réttindum annarra. Í hverju það felst er svo auðvitað álitamál og munu aldrei allir vera sammála.“

Konan útskýrir málið en maðurinn hennar og sonur þeirra fóru saman í sund. „Þeir komu heim hálf stjarfir þar sem með þeim í sturtu var transmaður sem enn var líffræðilega kona (að vísu fleiri en einn, mislangt komnir í ferlinu). Drengurinn sem er bara 13 algjörlega fraus og honum leið svo illa. Kallinum leið enn verr liggurvið því þetta var auðvitað alls ekki það sem þeir bjuggust við að sjá þegar þeir fara inn í kynjaskipta klefann ætlaðan karlmönnum (eftir líffræðilegu kyni).“

„Hvað ef svo einn þeirra heldur á símanum sínum?“

Eins og áður segir þá vakti færslan mikil viðbrögð. Mikill fjöldi mæðra hefur skrifað athugasemdir við færsluna en ekki eru allir á sama máli. „Ég væri engan veginn hress ef karlmaður væri í kvennaklefanum. Þið vitið, karlmaður með lim… sama hvort sú manneskja væri á leiðinni í leiðréttingu,“ sagði ein móðirin. „Hér eru reglur! Og á meðan þú ert í karlkyns líkama áttu að fara í karlkyns líkama áttu að fara í karlkyns sundklefann… hvað ef það væru allt í einu 10 fullorðnir karlmenn í kvennaklefanum? Hvað ef einhver þeirra er ekki á leiðinni í leiðréttingu heldur er hann perri? Hvað ef svo einn þeirra heldur á símanum sínum? Eins og það sé ekki nógu vont að kona haldi á símanum? Til hvers höfum við þá reglur?“

Þá sagðist önnur móðir hafa enga fordóma þegar kemur að transfólki, eða öðrum meðlimum hinsegin samfélagsins. „En þegar að þú lítur út eins og kona þá finnst mér að þú eigir heima í kvennaklefanum,“ sagði móðirin. „Mér myndi ekki líða vel ef trans karlmaður myndi birtast í sturtunni við hliðina á mér.“

„Það þurfa bara allir að víkka aðeins sjóndeildarhringinn“

Fleiri mæður tóku í sama streng en þó voru líka fjölmargar mæður sem sögðu þetta vera gott og blessað. Ein móðir sagði að þetta væri tilvalin tímasetning til að útskýra fyrir syninum og fræða hann. „Það eru ekki allir eins og sumir fæðast í vitlausum líkama og þurfa langt og erfitt ferli til þess að leiðrétta það… ef þessir menn voru áður konur eru þeir samt karlar og ættu því auðvitað að fara í karlaklefann.“

Ein móðir segist vera þaklát fyrir það að heimurinn sé orðinn þannig að fólk treysti sér til þess að fara í þá klefa sem hentar þeim frekar en að fara í einkaklefa. „Allt í lagi að verða hissa en þetta er bara snilld og jákvæð þróun. Þeir sem eru öðruvísi eiga ekki að þurfa að vera sér, það þurfa bara allir að víkka aðeins sjóndeildarhringinn,“ segir hún.

Þá tjáir ein móðir sig sem á son sem er trans maður. „Samkvæmt sumum hérna þá á sonur minn bara að skella sér í sérklefa vegna þess að einhverjum gæti fundist óþæginlegt að sjá strák með píku og engin brjóst? Veistu nei, hann er sonur minn og í karlaklefanum á hann heima,“ segir móðirin. „Hann lagði ekki á sig sárar hormónasprautur og brjóstnám vegna þess að honum langaði að sjá nokkur typpi. Hann er karlmaður! Trans karlmaður.“

„Okkar fyrstu viðbrögð voru röng“

Móðirin sem skrifaði upphaflegu færsluna breytti færsluna eftir umræðuna. „Nú hafa ansi mörg góð svör komið sem hjálpuðu okkur að skilja betur,“ segir hún. „Umræðan var auðvitað tekin í fjölskyldunni og öll vorum við á sama máli – okkar fyrstu viðbrögð voru röng, nú vitum við betur og eigum ekki eftir að kippa okkur upp við þetta næst. Enda meikar þetta „gegt mikið sense“ eins og unglingurinn sagði þegar við vorum búin að fá að heyra sjónarmið annarra.“

Þá þakkar hún þeim sem komu með góð svör og deildu sínum upplifunum. „Mikið vona ég að þrátt fyrir að þessi umræða var ekki jákvæð í byrjun frá mér þá stuðli hún að því að fleiri fræðist og þar af leiðandi trans fólki komi till með að líða betur í sínum klefa og þurfi alls ekki að veigra sér við að fara í sund og njóta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus