fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fréttir

Íslenskt hótelbókunarkerfi valið eitt af þeim bestu árið 2020

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. ágúst 2020 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Booking Factory hefur verið valið eitt af bestu hótelbókunarkerfum árið 2020 af hotelminder.com, sem sérhæfir sig í tækni og markaðsráðgjöf fyrir sjálfstæð hótel og gististaði. Lausnin er þróuð af upplýsingatæknifyrirtækinu Origo.

,,Það er afar ánægjulegt að The Booking Factory sé talið upp á meðal bestu hótelbókunarkerfa í heiminum. Þar er kerfið í hópi mjög þekktra lausna sem hafa náð eftirtekarverðum árangri og hárri markaðshlutdeild í Evrópu og víðar,“ segir Steinar Atli Skarphéðinsson vörustjóri The Booking Factory.

Origo keypti lausnina af bresku félagi í árslok 2019 en hún hafði þá verið markaðssett undir heitinu cover.is hér á landi síðustu tvö ár. Með kaupunum sameinuðust vörumerkin undir heiti The Booking Factory. Bókunarkerfið er í boði á Íslensku, ensku og 9 öðrum tungumálum og eru ráðgjafar og þjónustufulltrúar The Booking Factory staðsettir á Íslandi, Bretlandi og Serbíu.

The Booking Factory er í notkun hjá hundruðum hótela og gististaða í yfir 30 löndum. Um er að ræða heildarlausn fyrir gististaði en lausnin býr yfir bókunarkerfi með tengingar við allar helstu sölurásir eins og booking.com, Expedia og Airbnb, bókunarvél og vefsíðuþemu fyrir vefsvæði hótelsins, greiðslukerfi með tengingar við Borgun og Valitor, sjálfvirkum tölvupóstsendingum til viðskiptavina, bókhaldstengingar við DK, Xero og Reglu.

,,Nýsköpun er lykilatriði í starfsemi Origo og við höfum um árabil lagt áherslu á þróun nýrra lausna fyrir flest svið íslensks atvinnulífs. Vitanlega eru töluverðar áskoranir í umhverfi ferðaþjónustufyrirtækja í dag en Origo stendur traustum fótum og mun nú sem endranær halda áfram að hjálpa viðskiptavinum að ná betri árangri í sínum rekstri,“ segir Steinar Atli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Skuldlausir Skagamenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi í Krýsuvík – „Manni leið eins og skít og hann fór létt með að brjóta mig niður“

Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi í Krýsuvík – „Manni leið eins og skít og hann fór létt með að brjóta mig niður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón vill nýja nálgun á COVID – „Það er ekki hægt að slökkva á samfélagi“

Jón vill nýja nálgun á COVID – „Það er ekki hægt að slökkva á samfélagi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan varar við „mjög alvarlegu“ vandamáli – „Stöndum saman í að vernda börnin okkar“

Lögreglan varar við „mjög alvarlegu“ vandamáli – „Stöndum saman í að vernda börnin okkar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Marek ákærður fyrir þrjú morð, tíu morðtilraunir – Fórnarlömbin rétt orðin tvítug

Marek ákærður fyrir þrjú morð, tíu morðtilraunir – Fórnarlömbin rétt orðin tvítug
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi á Íslandi

Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi á Íslandi