fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Fréttir

Fyrrverandi starfsmenn Messans rita opin bréf til eigenda og Eflingar – „Við vorum rænd laununum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 20:01

Tómas Þóroddsson er nýr eigandi Messans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vorum rænd laununum sem við unnum fyrir í Messanum á meðan faraldrinum stóð og næstu mánuði eftir það vorum við skilin eftir án þess að hafa fengið lögbundinn uppsagnarfrest greiddan. Enn vantar okkur peningana sem við unnum okkur inn á þessum veitingastað,“ segir í opnu bréfi sem stílað er á nýjan eiganda veitingastaðarins Messinn, Tómas Þórodsson. Undir bréfið, sem ritað er á ensku, eru birt nöfn níu fyrrverandi starfsmanna Messans.

Hópurinn beinir þessum orðum til Tómasar: „Þú keyptir fyrirtæki sem við tókum þátt í að byggja upp hvern einasta daga síðustu ár. Við gerum ráð fyrir því að þú sért reyndur frumkvöðull og því hefur þú væntanlega kannað stöðu fyrirtækisins áður en þú keyptir það. Þú keyptir fyrirtæki sem hefur orð á sér fyrir launaþjófnað, sem er stór blettur á orðspori þess. Ef þér er umhugað um gott orðspor þessa veitingastaðar ættir þú að sjá til þess að fyrrverandi starfsmenn fái greitt. Við gerum okkur grein fyrir því að þú persónulega berð ekki ábyrgð á því að laununum okkar var rænt en það ætti að þjóna þínum hagsmunum að skrifa nýjan kafla í sögu Messans með reisn, en ekki byggja reksturinn á tapi starfsmanna.“

Tómas sagði á mánudag að bæði yfirkokkur og yfirþjónn hafi báðir starfað hjá fyrri eiganda. Síðan hafi þrír aðrir sótt um og hann hafi endurráðið þá líka þannig að nú starfi hjá honum fimm starfsmenn sem unnu hjá fyrri eiganda og tóku þannig þátt í uppbyggingu staðarins.

Sjá einnig: Nýr eigandi Messans hafnar ásökunum kennitöluflakk

Fyrrverandi eigandi er Baldvin Jóhann Kristinsson

Hópurinn skrifar jafnframt stutt bréf til fyrrverandi eiganda staðarins, Baldvins Jóhanns Kristinssonar,  og spyr hvort hann sé loksins tilbúinn að greiða þeim vangoldin laun, núna í kjölfar þess að honum hafi tekist að selja fyrirtækið og búnað þess. „Við vonum að þú hafir gert þessi viðskipti með hagsmuni fyrrverandi starfsmanna í huga og þú sért tilbúinn að uppfylla skuldbindingar þínar gagnvart okkur.“

Bíða eftir svörum frá Eflingu

Í bréfi sínu til Eflingar spyrja starfsmennirnir fyrrverandi hvort félagið hafi gripið til einhverra aðgerða til að verja réttindi þeirra sem hafi verið brotin á starfstíma þeirra hjá Messanum.

„Næstum tveir mánuðir eru liðnir síðan við báðum ykkur um að standa vörð um réttindi okkar varðandi launaþjófnað á meðan faraldrinum stóð, en enn hefur ekki verið gripið til neinna lagalegra aðgerða. Við létum ykkur í té öll nauðsynleg gögn þann 14. maí 2020 og við uppfylltum öll skilyrði þess að halda kröfunni til streitu, eins og þið báðuð um. En eftir sjö vikur hefur skrifstofa ykkar ekki einu sinni náð að reikna út hve há skuldin við okkur er.“

„Þið eru okkar verkalýðsfélag og við reiðum okkur á ykkar vernd. Þið eruð eina von okkar um réttlæti,“ segir enn fremur í bréfinu til Eflingar þar sem lögð er þung áhersla á að félagið grípi til aðgerða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Átta ný innanlandssmit
Í gær

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga
Fréttir
Í gær

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki grímuskylda í Strætó – Mælt með grímunotkun ef vagn fyllist

Ekki grímuskylda í Strætó – Mælt með grímunotkun ef vagn fyllist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta er bara helvíti á jörðu“

„Þetta er bara helvíti á jörðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“