fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Hatrið sigraði í Póllandi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 13. júlí 2020 13:30

Mynd frá mótmælum gegn Duda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirkjörstjórn Póllands gaf í dag út lokatölur og sigraði sitjandi forsetinn Andrzej Duda með 51,2% atkvæða. Ljóst varð strax í gær í hvað stefndi, en mótframbjóðandi Duda, Rafał Trzaskowski, sagðist þá enn halda í vonina. Það var ekki til neins.

Andrzej Duda var frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti. Flokknum hefur verið lýst sem þjóðernis íhaldsflokki, kristilegum demókrataflokki og hægri popúlista flokki. Flokkurinn pólski var stofnaður 2001 og fagnaði 19 ára afmæli í júní síðastliðnum. Flokkurinn myndaði samsteypustjórn 2005-2007 í Póllandi, sat svo í stjórnarandstöðu þangað til hann fangaði hreinan meirihluta á pólska þinginu 2015. Í næstu kosningum, þeim árið 2019, hlaut hann mesta fylgi stjórnmálaflokks síðan lýðræði var endurreist í landinu eftir hrun kommúnismans 1989, eða 44%.

Dagur blandaði sér í baráttuna

Duda talaði fyrir „fjölskyldugildum,“ í Póllandi, mikilvægi þeirra og greip oft til fordómafulls tals um samkynhneigða. Trzaskowski, borgarstjóri í Varsjá, þótti rödd víðsýni og frjálslyndi í kosningunum. Hlaut hann m.a. stuðning borgarstjóra víða um Evrópu. Þeirra á meðal var Dagur B. Eggertsson sem, ásamt borgarstjórum London Helsinki og fleiri borga, sendu Trzaskowski stuðningsyfirlýsingu á Twitter í vídeóskilaboðum.

Sigur Duda áfall

Sigur Duda þykir mikið áfall fyrir samkynhneigða í Póllandi, en landið mælist þegar versti staður í Evrópu fyrir samkynhneigða og LGBT+ fólk. Duda skrifaði m.a. undir sérstakt loforð um að ætla að viðhalda banni gegn hjónabandi samkynhneigðra. Þann 17. júní varpaði frambjóðandinn því fram að „hugmyndafræði“ samkynhneigðra væri verri en hugmyndafræði kommúnismans. Þótti það hart til orða tekið, sérstaklega í landi sem kúgað var af einmitt þeirri hugmyndafræði í hartnær hálfa öld og leið mjög fyrir átök fasisma og kommúnisma í seinni heimstyrjöld. Til að kóróna kosningabaráttu fordóma varpaði Duda því fram aðeins örfáum dögum fyrir kosningarnar að hann myndi beita sér fyrir sérstöku ákvæði í stjórnarskránni sem bannaði samkynhneigðum pörum að ættleiða börn. Slíkar ættleiðingar eru þegar bannaðar með lögum í Póllandi. Það má því segja að hatrið hafi sigrað í þessari kosningabaráttu.

Trzaskowski  með 80% stuðning á Íslandi

Kjör Duda þykir einnig áfall fyrir samskipti Póllands og Evrópusambandsins, en þau hafa þótt erfið hingað til undir hans stjórn. Einnig hafa mannréttindasamtök áhyggjur af skoðunum forsetans á fóstureyðingum og réttmæti þeirra. Má ætla að forsetinn muni eyða öðru kjörtímabilinu sínu í að herða reglur um þessa málaflokka í íhaldssamari áttir.

Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar fylgdist náið með kosningunum og segir Trzaskowski hafa haft um 80% fylgi meðal Pólverja hér á landi. Eitthver styr stendur um kosninguna hvað varðar utankjörfundaratkvæðin og gæti vel farið svo að framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar verði kærð. Ólíklegt er þó að slíkar kærur breyti niðurstöðu kosninganna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga