fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fréttir

Rauði krossinn segir upp öllum svæðisfulltrúum og leggur störf þeirra niður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ástæðan fyrir uppsögnum svæðisfulltrúa Rauða krossins var í meginatriðum tvíþætt. Annars vegar eru að verða áherslu- og skipulagsbreytingar hjá félaginu með nýrri stefnu sem samþykkt var á aðalfundi í maí 2020 þar sem áhersla er að færa starfið enn nær heimabyggð á sjálfbæran hátt. Hin ástæðan er  tekjusamdráttur hjá Rauða krossinum sem verið er að bregðast við. Skipulagsbreytingar sem ráðist hefur verið í eiga að tryggja að þjónusta félagsins og þátttaka í almannavörnum skerðist ekki,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossi Íslands, við fyrirspurn DV varðandi fregnir um að Rauði krossinn hafi sagt upp öllum svæðisfulltrúum sínum á landinu.

Þetta gerðist fyrir síðustu mánaðamót en athygli vekur að Rauði krossinn hefur enga fréttatilkynningu sent frá sér um málið og það hefur ekki verið í fjölmiðlum. Fjóla Einarsdóttir, fráfarandi svæðisfulltrúi á Suðurlandi og Suðurnesjum, greindi hins vegar frá uppsögn sinni í opinni færslu í Facebook-síðu sinni þann 11. júní:

„Starf mitt sem svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi og Suðurnesjum var lagt niður. Ég fékk uppsögn fyrir tveimur vikum og mun hætta formlega 31. ágúst.

Ef þið vitið um einhvern sem vantar konu í vinnu sem er með BA í stjórnmálafræði, meistaragráðu í þróunarfræðum, BA diplóma í hagnýtri íslensku og MA diplóma í fjölmenningu, hnattvæðingu og fólksflutningum – þá megið þið hóa í mig.“

Fjóla vildi lítið sem ekkert tjá sig um málið við DV en ítrekaði að ekkert persónulegt lægi að baki uppsögn hennar og engin óánægja með störf hennar heldur væri um skipulagsbreytingar að ræða.

Margir hafa áhyggjur af því að þessi aðgerð hafi slæm áhrif á starfsemi minni deilda samtakanna á landsbyggðinni þar sem utan svæðisstjórans hafi ekki verið launaðir starfsmenn heldur eingöngu sjálfboðaliðar. Leiðin eftir handleiðslu aðalskrifstofu kunni að vera nokkuð löng og erfitt að hafa ekki aðila á staðnum við að samhæfa verkefni sjálfboðaliða.

Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Rauða kross deildarinnar í Húnavatnssýslum, segir erfitt að sjá í augnablikinu hvort og hvernig þessi ákvörðun kemur til með að bitna á starfinu í hans deild. „Maður á eftir að sjá hvernig þetta virkar. Við getum sagt að þetta er ekki til bóta fyrir starfið og ég er ekki búinn að sjá hvernig þetta kemur til með að virka. Svæðisstjórarnir hafa mætt á fundi til okkar og aðstoðað okkur við ýmislegt. Núna eiga starfsmenn á aðalskrifstofunni að sinna þessum verkefnum og maður veit bara ekki enn hvernig það á eftir að koma út. Manni finnst hart ef það á að minnka þjónustu við landsbyggðina.“

Vilja ekki bera ágreining á torg

Enginn starfsmaður Rauða krossins sem DV hafði samband við vildi láta hafa nokkuð eftir sér um málið. Viðkvæðið var að starfsmenn Rauða krossins vildu ekki bera ágreiningsefni innan samtakanna á torg. Einn starfsmaður vísaði til hatrammra deilna innan SÁÁ sem hafa verið áberandi í fjölmiðlum. Væri það ekki gott fordæmi. Einnig benti starfsfólk á að Rauði krossinn hefði orðið fyrir miklu tekjutapi vegna lokunar verslana í kórónuveirufaraldrinum en á sama tíma væri útlit fyrir vaxandi verkefni vegna hinnar djúpu kreppu sem samfélagið er komið í. Eðlilegt væri því að gripið væri til sparnaðaraðgerða.

Í fréttaskýringu í Reykjavík Vikublað frá árinu 2015 er greint frá valdabaráttu í Rauða krossinum og að deilur geisi milli svæðisfélaga Rauða krossins og landsskrifstofunnar. Landsskrifstofan hefur lengi haft vilja til að einfalda starfið og leggja niður deildir og stöðugildi, að sögn stjórnenda til að minnka kostnað og bæta rekstur. Gagnrýnendur slíkra áforma hafa hins vegar haldið því fram að aðalskrifstofan stefni að aukinni miðstýringu og minni valddreifingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Níð gegn menntamálaráðherra í Facebook-hóp um íslenska tungu ofbýður prófessor

Níð gegn menntamálaráðherra í Facebook-hóp um íslenska tungu ofbýður prófessor
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 70% íslenskra barna fæðast utan hjónabands

Rúmlega 70% íslenskra barna fæðast utan hjónabands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö ár síðan Sema Erla kærði Margréti fyrir hatursglæp – Gagnrýnir harkalega seinagang lögreglu

Tvö ár síðan Sema Erla kærði Margréti fyrir hatursglæp – Gagnrýnir harkalega seinagang lögreglu