fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fréttir

Helga Vala: „Mýtan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000 er dauð“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 30. júní 2020 10:26

Helga Vala Helgadóttir. Ljósmynd: Sigtryggur Ari/Fréttablaðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í störfum mínum sem lögmaður hitti ég oft fólk sem að glímdi við þennan vanda að vera fíkill. Og oftar, oftsinnis fékk ég að heyra sögur af fólki sem var frelsissvipi sem þorði ekki að hringja lögreglu sér til aðstoðar sem var statt í veislu og þorðu ekki að hringja á sjúkrabíl til að aðstoða vini sína sem voru í vanda og svo framvegis, og svo framvegis,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í ræðu sinni á Alþingi seint í gærkvöldi.

Líkt og Eyjan greindi frá í morgun þá var frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna fellt í nótt, á seinasta þingfundi sumarins. Frumvarpið var aðeins stutt af 18 þingmönnum stjórnarandstöðunnar gegn 28 stjórnarþingmönnum og þingmönnum Miðflokksins og var því farið eftir ströngum flokkslínum.

Helga Vala var meðflutningsmaður á málinu og í ræðu sinni í gærkvöldi sagðist hún hafa mikla trú á því að afnám refsinga og skaðaminnkun myndi bjarga mannslífum. Benti hún á að fíkn er  heilbrigðisvandamál og að fjalla ætti um fíknivandann „ekki út frá refsistefnu, fordæmingu og útskúfun.“

„Því miður eimir enn of mikið af þessari útskúfun í huga margra hér innanhúss eins og annars staðar í samfélaginu og það er það sem við þurfum að gera. Allt sem við getum til að koma í veg fyrir. Mýtan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000 er dauð. Refsistefnan hefur engu skilað engu„.“

Benti Helga Vala á að hluti af þessu máli snerist um að að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll sem hægt væri að koma í veg fyrir.

„Til dæmis ef þeir sem eru í kringum viðkomandi fíkil þora að hringja og lögreglu og sjúkrabíl sér til aðstoðar. Það verður áfram refsivert að selja fíkniefni. Það verður áfram refsivert að fíkniefni gangi kaupum og sölum en verði þetta frumvarp samþykkt þá verður ekki refsivert að vera með neysluskammta á sér.“

Þá hamraði Helga Vala á því að málið  mannúðarmál og heilbrigðismál og sagði að í raun væri alveg óskiljanlegt að þingmenn væru ekki 63 að styðja þetta mál.

„Mig langar líka að segja eina sögu. Það er af lögreglumanninum sem að leyfir þeim sem hann er að aðstoða, að láta fíkniefnin sem viðkomandi fíkill er með í fórum sínum detta á gólfið í lögreglubílnum og skilja fíkniefnin eftir þar án afleiðinga, af því að lögreglumaðurinn lítur svo á að með því sé hann í skaðaminnkandi aðgerð. Lögreglumaðurinn var samt ekkert endilega viss um að hann væri fylgjandi afglæpavæðingu en þegar lögreglumanninum var bent á að hann væri í rauninni að framkvæma afglæpavæðingu án þess að hafa fyrir því lagastoð, þá jánkaði hann því af því að hann leit svo á að mannúðlegri meðferð gagnvart fíklum  kæmi þeim mun betur til aðstoðar en refsistefnan sem lögin þó fyrirskipa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kona handtekin við bólusetningaröðina – „Þetta er ólögleg handtaka“

Kona handtekin við bólusetningaröðina – „Þetta er ólögleg handtaka“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hér kemur allt það helsta frá Covid-upplýsingafundinum

Hér kemur allt það helsta frá Covid-upplýsingafundinum
Fréttir
Í gær

Neikvætt COVID-19 próf forsenda þess að farþegar fari um borð hjá PLAY

Neikvætt COVID-19 próf forsenda þess að farþegar fari um borð hjá PLAY
Fréttir
Í gær

115 innanlandssmit greindust í gær – Sjö eru á sjúkrahúsi

115 innanlandssmit greindust í gær – Sjö eru á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðan skýrist á næstu dögum – „Þá held ég að við eigum bara að ganga um í þessu landi eins og við gerðum fyrir þessa farsótt“

Staðan skýrist á næstu dögum – „Þá held ég að við eigum bara að ganga um í þessu landi eins og við gerðum fyrir þessa farsótt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frambjóðandi VG segir að brauð með hnetusmjöri sé hættulegra en bóluefni gegn COVID-19

Frambjóðandi VG segir að brauð með hnetusmjöri sé hættulegra en bóluefni gegn COVID-19