fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Fréttir

Fyrrverandi COVID-sjúklingur opnar sig um veikindin: „Mér brá verulega“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 4. apríl 2020 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ,  hefur náð sér af COVID-19 sjúkdóminum sem kórónaveiran veldur. Hún mætti á upplýsingafund almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra í dag þar sem hún ræddi um hvernig það er að greinast með þennan sjúkdóm.

Greindist hjá Kára Stefánssyni

Hún segir að það sé talið líklegt að hún hafi verið komin í bata í sjúkdóminum þegar hún greindist fyrir tilviljun.

„Ég var búin að taka þá ákvörðun að taka þátt í þessu sýnatökuferli hjá Kára Stefánssyni og íslenskri erfðagreiningu,“ sagði Sara Dögg sem fannst framtal Kára og félaga æðislega frábært og þakkar þeim mikið fyrir.

Taldi sig ekki veika

Hún hafði fundið fyrir slappleika vikuna áður, en taldi þó ekki að hún væri lasin og að sönnum Íslendinga sið harkaði hún það af sér.

„Ég hafði verið slöpp vikuna á undan og þannig slöpp eins og kannski Víðir okkar hefur svo oft talað um – og tók svolítið víkingin á þetta, tók bara verkjatöflu og hunsaðist í vinnuna og var ómöguleg en keyrði mig inn í daginn. Reyndar taldi mig ekki vera veika en var með þennan týpíska slappleika með miklu kvefi höfuðverk og slíku. Ég taldi  mig ekki vera veika og því síður að mig grunaði eða óraði fyrir því að ég hefði fengið þessa veiru.“

Tilfinninga-rússíbani

Hana grunaði ekki að hún gæti verið með sjúkdóminn, en fylgdi að engu síður fyrirmælum yfirvalda og fór varlega. Hún var svo að koma af bæjarstjórnarfundi þegar hún fékk símtalið að hún væri með COVID-19.

„Það var ákveðinn skellur.“ Hún segir það skrítna tilfinningu að greinast. „Mér brá verulega“ Hún talar um COVID-tilfinninga rússíbana. En greiningunni fylgja margar tilfinningar. Hún talar um áfallið að greinast og síðan skömm og samviskubit varðandi það að hafa skapað hættu á að dreifa smitinu áfram. „Þetta augnablik hægir á öllu.“

Sem betur fer fékk enginn þeirra sem hún var í samneyti við á meðan hún var smitandi sjúkdóminn. En hún talaði um vinkonu hennar á tíræðisaldri sem hún hafi haft miklar áhyggjur af.

Samviskubit

„Það sem að mig langar kannski að koma á framfæri fyrir hönd okkar sem hafa smitast það er þetta með samviskubitið og ég held að allavega allir sem ég hafi heyrt í, þó ég hafi sjálf ekki þekkt marga smitaða, það er þetta sem ég heyri að sé sú tilfinning sem allir eru að kljást við verðum bara að koma henni í burtu. […] Samviskubitið var eitthvað sem kom beint til mín á þessari stundu en ekki síður bara hræðslan við þekkta óþekkta og ég held að það sé líka eitthvað sem við erum öll að glíma við. Það er hvað er þetta? Og hvað gerist? Einkennin eru svo mörg og mismunandi og koma og fara og þetta er allt bara svo skrítið. Ég var ekki síður hrædd við þá tilfinningu, hrædd og óttaðist þann möguleika að einhver smitaðist af mér. Það er kannski þessi stóra þunga tilfinning sem er erfið“

Ég var heppin

Hún vill beina tveimur skilaboðum til almennings. Annars vegar að huga vel að þeim sem eru smitaðir í samfélagi okkar og hins vegar sendir Sara kveðjur til allra þeirra sem eru smitaðir og aðstandenda þeirra.

„Ég var heppin, tiltölulega væg einkenni og ég var heppin að ég veit ekki til þess að nokkur hafi smitast í kringum mig“

Hún hvetur alla til að ná í smitrakningarappið. Mikið álag er á smitrakningarteymi Landlæknis og í tilfellum sem hennar, þar sem hún hefur verið með sjúkdóminn nokkra hríð áður en hann greinist, þá getur verið sérlega flókið að rekja ferðir hennar og enn í dag er hún að muna eftir fólki sem hún greindi að greina frá að hún hafi hitt á smittímanum.  – þeir einstaklingar eru þó ekki í hættu enn þar sem sóttkvíar tíma er lokið og hefðu einkenni þegar gert vart við sig.

Ekki meira smitand en aðrir

Einnig vill hún minna á að þeir sem hafa fengið sjúkdóminn og náð sér eru ekkert meira smitandi en aðrir einstaklingar sem aldrei hafi fengið hann.

„Við erum ekkert meira smitaðri í dag heldur en aðrir“

Þegar orðið var gefið laust til blaðamanna á fundinum fékk hún spurningu um einkenni hennar og hvort hún glímdi við einhverja eftirmála:

„Ég bara er frísk. Eftir á að hyggja þá þessi vika þar sem ég hef verið í mestu veikindunum þá var ég drulluslöpp en ég gerði mér ekki grein fyrir að það væri neitt í átt við þetta og fannst ég ekki vera með hita og tel mig ekki hafa fengið hita.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“
Fréttir
Í gær

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir
Fréttir
Í gær

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“

Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líklega dýrasta gisting á landinu

Líklega dýrasta gisting á landinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu listann í heild sinni – Þessi fyrirtæki nýta sér hlutabótaleiðina

Sjáðu listann í heild sinni – Þessi fyrirtæki nýta sér hlutabótaleiðina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga í Vesturbæ útaf hundapissi – Blóðug forsaga – „Ég hef líklega kallað það yfir mig“

Ólga í Vesturbæ útaf hundapissi – Blóðug forsaga – „Ég hef líklega kallað það yfir mig“