fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Utanbæjarkona í bakvarðasveit handtekin í Bolungarvík – Grunuð um skjalafals og lyfjastuld

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 10. apríl 2020 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona úr bakvarðasveit heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem starfað hefur í vikunni á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík var handtekin í morgun. Hún er grunuð um að hafa falsað skjöl um menntun og starfsleyfi sín sem sjúkraliði. Þá er hún grunuð um að hafa stolið eða reynt að stela lyfjum. Konan var færð í fangageymslur á Ísafirði þar sem tekið var stroksýni vegna mögulegs Covid-19 smits. Rannsókn málsins er á byrjunarstigi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fyrir skömmu. Einnig greindi Víðir Reynisson frá þessu á Blaðamannafundinum.

Samkvæmt heimildum DV er konan ekki heimamaður, heldur kom úr bakvarðasveitinni úr Reykjavík

„Þetta er auðvitað hörmulegt atvik. Okkur fannst við vera að ná vopnum okkar en svo kemur þetta ofan í allt sem á undan er gengið. Skjölum um menntun og starfsreynslu var safnað þegar bakvarðasveitin var sett saman, en við höfum því miður ástæðu til að halda að hún hafi framvísað fölsuðum gögnum,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri.

Ábendingar bárust í gærkvöldi og í nótt um að ekki væri allt með felldu og var strax byrjað að grípa til aðgerða. Málið var tilkynnt til lögreglu í morgun og var hún handtekin í kjölfarið.

Ekki er útilokað að konan hafi verið útsett fyrir smiti af Covid-19 og því verður gripið til víðtækra varúðarráðstafana, til dæmis voru lögreglumenn í morgun í hlífðarfötum. Unnið er að því að tryggja að starfsemi hjúkrunarheimilisins raskist ekki og að öruggt sé að aðrir meðlimir í bakvarðasveit starfi áfram. Bakvarðasveit verður boðin áfallahjálp.

„Þetta eru auðvitað þrjár bakvarðasveitir. Ein hjá heilbrigðisráðuneytinu önnur hjá félagsmálaráðuneytinu og síðan er eiginlega sú þriðja þar sem fólk býður sig beint fram við viðkomandi stofnun og við vitum ekki nákvæmlega hvaða leið þessi einstaklingur fór, en rannsóknin á frumstigi og að sjálfsögðu þá gildir mestu núna vera á varðbergi en að læra af þessu atviki og sjá hvað kemur út úr rannsókn til að tryggja að svona gerist ekki aftur.“ sagði Alma D. Möller, landlæknir á blaðamannafundinum í dag.
„Þegar við ráðum fólk erum við sannfærð um að viðkomandi sé með starfsleyfi. Ef það er rétt sem grunaur er um, að hér hafi verið framvísað fölsuðum gögnum, þá er það eitthvað sem er erfitt við að eiga. Eins og ég segi við þurfum að bíða eftir því sem rannsókn leiðir í ljós áður en við getum sagt meira.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala