fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fjöldauppsagnir hjá Bláa Lóninu – Hátt í 200 manns misstu vinnuna í dag – „Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að tryggja rekstur fyrirtækisins“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 18:06

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var 164 starfsmönnum Bláa Lónsins sagt upp. Helga Árnadóttir,framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunarsviðs Bláa Lónsins, staðfesti þetta í samtali við DV.

Helga sagði þetta vera gert vegna COVID-19 faraldursins en fyrir stuttu þurfti Bláa Lónið að loka vegna faraldursins. Helga segir þessum starfsmönnum hafa verið sagt upp til að vernda hin 600 störfin sem eftir eru. „Já þetta eru fordæmalausar aðstæður, það verður lokað út apríl, fullkomin óvissa um framhaldið og það er afar mikilvægt að tryggja rekstur fyrirtækisins og rekstur til framtíðar.

Fyrir stuttu varð til mikil umræða á Twitter eftir að Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar birti í kvöld færslur á Twitter, þar sem hann gagnrýndi stjórn Bláa lónsins. Siggeir sagði galið að fyrirtæki væri að reiða sig á úrræði ríkisstjórnarinnar til að borga starfsmönnum laun, þegar að arðgreiðslur til stjórnenda fyrirtækisins hefðu verið fjórir milljarðar í fyrra.

Helga var spurð út í það hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar ef greiddur hefði verið minni arður undanfarin ár. Helga svaraði því og sagði þetta vera fordæmalausa tíma. Hún hefði ekkert að segja um arðgreiðslur heldur er það stjórnin sem ákveður það. Þá minntist hún einnig á að skattspor fyrirtækisins hafi verið tæpir 6 milljarðar í fyrra. „Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að tryggja rekstur fyrirtækisins og verja hin 600 störfin til framtíðar við þessar fordæmalausu aðstæður sem við búum við í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“