fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Fréttir

Vilhelm tekur Landlækni til bæna og líkir Alþingi við krabbamein – „Þjóðin var dregin á asnaeyrum og fram af bjargbrúninni eins og blindir kjúklingar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. mars 2020 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhelm Jónsson, fjárfestir og pistlahöfundur, hefur undanfarið verið iðinn við að gagnrýna viðbrögð yfirvalda við COVID-plágunni. Hann segir yfirvöld hafa verið alltof mjúk og harðari viðbrögð séu nauðsynleg. Í pistli sem birtist á Vísi skrifar Vilhelm:

„Á sama tíma og verið er að setja útgöngubann og aðrar þrengingar til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar vítt og breitt um heiminn hefur sóttvarnarteymið haft of oft fram að færa ótrúverðugan fréttaflutning. Útbreiðsla veirunnar fékk að fara úr böndunum og höfuðástæðan er að ferðamenn, sem og Íslendingar, fengu að streyma til og frá sýktum löndum of lengi ásamt að of seint var hugað að útgöngubanni. Ef illa fer er full ástæða til að íhuga hvernig hefur verið staðið að verki og óboðlegt að forkólfar geti komið fram með hvaða vitleysu sem er í boði bitlausra fréttamanna.“

Fólk er barið til hlýðni

Vilhelm segir yfirvöld hafa haft nægan tíma til að undirbúa sig. „Það er forkastanlegt að sóttvarnarlæknir hafi leyft sér að láta í veðri vaka að 60% þjóðarinnar þyrftu að sýkjast til að ráða niðurlögum Covid-19 varanlega, og hvað búi að baki gjörðum hans. Út um allan heim er verið að leita að mótefni til að ráða niðurlögum veirunnar og þess vegna er ærin ástæða að kaupa sér tíma. Fólk er barið til hlýðni til að sporna við útbreiðslu veirunnar, og ef það hlýðir ekki tilmælum mætir það mikilli hörku. Heilbrigðisyfirvöld höfðu yfir tvo mánuði til að undirbúa sig fyrir þennan skell án þess að aðhafast nægjanlega í ljósi þess hversu illvægur sjúkdómurinn er, í það minnsta var tíminn illa nýttur,“ segir Vilhelm,

Hann segir ennfremur fulla ástæðu til að kanna innkaupaferli hjá Landspítalanum. „Það er einnig forkastanlegt að þegar sóttvarnarlæknir var spurður í síðustu viku hver staðan væri varðandi öndunarvélar var fátt um svör, að vísu rættist eitthvað betur úr þeim vanda þegar Landspítalanum bárust vilyrði um 15 öndunarvélar að gjöf tveimur dögum síðar. Skortur á pinnum hefur orðið þess valdandi að þurft hefur að draga úr sýnatökum, sem getur vart talist eðlilegt í byrjun á jafn illvægum faraldri, og gefur til kynna óábyrgt verklag. Það er full ástæða til að athuga framangreint innkaupaferli þegar látið er liggja að ábyrgð liggi annars staðar, sem svo vekur furðu hversu illa hefur verið farið með takmarkaðar birgðir,“ segir Vilhelm.

Holan við Hringbraut

Hann gagnrýnir svo orð sóttvarnarlæknis um að maskar séu óþarfir. „Fólk út um allan heim er að reyna verja sig eftir bestu getu fyrir sýkingum, t.d. með maska, engu að síður leyfði sóttvarnarlæknir sér kynroðalaust þegar hann var spurður að tala niður notkun á hefðbundnum möskum, þar sem þeir væru óþarfir og kæmu að litlum notum, sem verður að teljast mjög ótrúverðugt. Að blanda saman sóttvarnaspítala og annarri starfsemi Landspítalans, eins og hefur átt sér stað undanfarin ár, er galið við að tryggja útbreiðslu á smitum, og örugglega við þær aðstæður sem hafa verið til staðar í Fossvogi,“ segir Vilhelm.

Hann segir svo að Landlæknir ætti að sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar. „Almenningur hefur þurfti að berja á yfirvöldum til að heilbrigðisyfirvöld vöknuðu úr rotinu og í stað þess að vera í afneitun ætti landlæknisembættið að sýna sóma sinn og auðmýkt og biðja þjóðina afsökunar á óábyrgu háttarlagi sínu. Læknastéttin ætti einnig að íhuga andvara og kjarkleysi sitt að hafa ekki verið háværari eftir að hafa horft steinþegjandi á undanfarin ár hvernig komið er fyrir heilbrigðiskerfinu. Það er ekki nóg að sverja læknaeið og láta sig síðan litlu varða að heilbrigðiskerfið sé í molum vegna þess að yfirvöld eru ekki að standa sig. Holan við Hringbraut er glöggt dæmi um hvaða skrípaleikur á sér stað hjá yfirvöldum og löngu er orðið tímabært að stöðva framkvæmd, sem mun aldrei ljúka, þó svo að búið sé að moka tugum milljörðum framreiknað síðustu 20 ár í hítina. Það virðist loða við landann að sjá og skilja ekki í hvað stefni fyrir en of seint,“ segir Vilhelm.

Hann segir að heilbrigðiskerfið hafi verið svelt um árabil. „Það er löngu orðið tímabært að stjórnvöld verði dregin til ábyrgðar hvernig heilbrigðiskerfinu hefur verið haldið í fjársvelti. Einnig er lágmarkskrafa að forstjóri Landspítalans sé hæfur til að stýra skútunni með vitrænum hætti, yfirklórið og kattarþvotturinn sem hann viðhafði varðandi úttekt á stofnuninni kom berlega í ljós eftir Svíaúttektina á bráðamóttöku spítalans. Þeir sem til þekkja, og hafa þurft að nýta sér þjónustu Landspítalans, er löngu orðið ljóst að litla sem enga þjónustu er að hafa um helgar og eftir kl. 16 virka daga, og slíkt hið sama á við um bráðamóttöku og heilsugæsluna þegar sjúklingar takast á við margra klukkustunda biðraðir,“ segir Vilhelm.

Þingið líkt og illskeytt krabbamein

Hann bætir við þetta að það sé ekki nóg að biðja almenning um að vera góður við hvorn annan. „Það er ekki nóg að tala og benda á að þjóðin sýni samhug og samkennd, verkin þurfa að tala og það strax, þó svo að kærleikur sé góðra gjalda verður. Drottinn blessar ekki alltaf alla sem skyldi. Svipan svíður en hún á líka að skera, og mun gera það enn frekar fari allt úr böndunum, ekki síst þegar fólk þarf að gjalda fyrir með lífi sínu,“ segir Vilhelm.

Að lokum segir hann að búið að draga þjóðina á asnaeyrunum. „Það er löngu komið nóg af reiknilíkum og öðru háskólahjali, samanber að veirusmit eigi að vera í hámarki föstudaginn langa! Það vantar aðeins að nefna klukkan hvað til að fullkomna bullið. Þjóðin var dregin á asnaeyrum og fram af bjargbrúninni eins og blindir kjúklingar fyrir rúmum áratug fyrir tilverknað ábyrgðarlausra stjórnmálamanna, sem sitja enn þá við Austurvöll eins og illskeytt krabbamein, og það virðist ætla að endurtaka sig að ári. Í það minnsta hefur efnahagsleg velferð verið á niðurleið þó svo að Covid-19 hafi ekki verið til staðar. Þjóðin er búin að temja sér óábyrga hegðun og enginn axlar ábyrgð af gjörðum sínum, og þar við situr að fátt breytist til betri vegar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar
Fréttir
Í gær

Takmarkanir verða hertar á pöbbum Reykjavíkur

Takmarkanir verða hertar á pöbbum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ný smit og einn á sjúkrahúsi

Þrettán ný smit og einn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar veit ekki hvar fólkið er niðurkomið – „Ég vona að þau séu örugg“

Lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar veit ekki hvar fólkið er niðurkomið – „Ég vona að þau séu örugg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær líkamsárásir í Kópavogi

Tvær líkamsárásir í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egypska fjölskyldan verður sótt af lögreglu hálf sex í fyrramálið – Fara í flug hálf átta

Egypska fjölskyldan verður sótt af lögreglu hálf sex í fyrramálið – Fara í flug hálf átta