fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Íslensk móðir í öngum sínum – Enginn styrkur til að kaupa nauðsynjar: „Auðvitað er þetta ákveðið högg“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. febrúar 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ferlið er þannig að ég fer með börnin til bæklunarlæknis sem skrifar að þau þurfi sérútbúna inniskó með innleggjum vegna fótleggja þeirra. Ég og fleiri foreldrar hafa fengið styrk vegna kaupa á þessu. Nú hins vegar var gerð breyting á reglugerðinni um styrki vegna hjálpartækja, sem tóku gildi 1. janúar á þessu ári.“

Svo mælir móðir á fertugsaldri, sem kaus að halda nafnleynd, en tvö af hennar börnum þurfa hjálpartæki og öll þurfa innlegg fyrir skóna sína. Í kjölfar þessara breytinga á reglugerðum fær hún synjun á allar umsóknir sínar þar sem ekki er heimilt að greiða styrki til kaupa á tilbúnum framleistaspelkum vegna sjúkdómsgreiningar sem fram kemur í læknisvottorði. Móðirin segir breytingarnar ekki boðlegar í ljósi þess að barnafjölskyldur þurfi að greiða meira fyrir þessi hjálpartæki.

„Þetta þýðir að ég þarf að greiða í kringum hundrað þúsund krónur fyrir þessi hjálpartæki, en ef ég fengi styrk þá væri upphæðin í kringum þrjátíu þúsund krónur. Þess má geta að fætur barna stækka ört og þarf stundum að kaupa tvö pör af inniskóm tvisvar á ári og eins með innleggin og eru því þetta orðnar verulegar upphæðir.“

Móðirin segir það ekki ásættanlegt að börnin þurfi að bíða svona eftir þeim tækjum sem þau þurfa til að þeim líði vel.

Stoðtækjafræðingar ósammála

DV hafði samband við tvo stoðtækjafræðinga en sökum hagsmunaáreksturs vildu þeir ekki birta nöfn sín. „Það er auðveldara að laga skekkjur hjá börnum og hefur afraksturinn verið mjög góður í gegnum árin,“ segir einn þeirra. „Foreldrarnir tala um að börnin sofi betur og það sé mikil breyting. Allt hefur verið vænlegra til árangurs þegar börnin nota fæturna og liðböndin. En núna 1. janúar gekk í gegn þessi reglugerðarbreyting sem hefur óneitanlega reynst foreldrum mikið högg. Þetta kostar allt sitt og með skólum og slíku eru foreldrar ekki alltaf með getu til að leggja út fyrir þessu tvisvar á ári, sem stundum þarf til að sjá jákvæðan árangur hjá börnum.“

Þá segir annar stoðtækjafræðingur að reglugerðin vísi í rannsókn sem sýni fram á lítinn árangur með þessum tækjum, en þessu eru læknarnir afar ósammála.

„Ég veit ekki á hverju þessi rannsókn byggist en við í stoðtækjafræðinni erum í rauninni allir sammála um að árangurinn hafi verið góður,“ segir einn og bætir við: „Þetta tengist einfaldlega allt sparnaði. Auðvitað er þetta ákveðið högg fyrir fyrirtækin, en þetta er auðvitað hræðilegt fyrir foreldra sem fá þarna einhvern bunka af synjunum og skilja ekkert hvað er í gangi. Margir hverjir hafa séð svo miklar breytingar á börnunum sínum og allt í einu í miðri meðferð er skorið á þetta. Það er það sem er mest truflandi við þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug