Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Fréttir

Starfsfólki Orkuveitu Reykjavíkur hefur fjölgað um 32% frá 2013 – Eyþór segir það eðli báknsins að þenjast út

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkuveita Reykjavíkur glímdi við mikinn fjárhagsvanda árið 2011. Til að takast á við hann var metnaðarfullri hagræðingaráætlun til fimm ára hrundið af stað. Hún gekk undir nafninu Planið. Í henni fólst meðal annars að starfsfólki skyldi fækka um 90. Það tókst á aðeins rúmu ári en starfsmenn voru orðnir 420 árið 2013 en voru áður 517. En þessi þróun hefur snúist við og í dag eru starfsmenn Orkuveitunnar orðnir 553. Þeim hefur því fjölgað um 32% frá 2013.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, gagnrýnir þetta.

„Eðli báknsins virðist vera að blása út, sem er áhyggjuefni fyrir skattgreiðendur. Höfuðborgarbúar þurftu að sætta sig við auknar álögur til þess að snúa við rekstri OR á sínum tíma. Við höfum talað fyrir því að bætt rekstrarniðurstaða skili sér í lægri gjöldum en það hefur ekki gengið eftir.“

Er haft eftir honum.

Í svari frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, kemur fram að Orkuveitan hafi frestað flestum fjárfestingum sínum frá 2010 til 2012 og hafi starfsmannafjöldi verið lagaður að því. Ljóst hafi verið að fjárfestingum myndi fjölga þegar samfélagið rétti úr kútnum. Hann benti einnig á að hafa þurfi í huga að beint samhengi sé á milli starfsmannafjölda Orkuveitunnar og fjárfestinga hennar og umsvifa í samfélaginu almennt.

„Samhengið þarna á milli er beint vegna þess að okkur ber skylda til að tengja nýtt húsnæði og ný hverfi veitukerfunum þegar eftir því er kallað.“

Er haft eftir Eiríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eftirför í miðborginni

Eftirför í miðborginni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“
Fréttir
Í gær

Kristín Soffía berst fyrir heitari laug í Laugardalnum: „Ég fór út í pólitík með það eitt að leiðarljósi“ – Hjálmar brást strax við

Kristín Soffía berst fyrir heitari laug í Laugardalnum: „Ég fór út í pólitík með það eitt að leiðarljósi“ – Hjálmar brást strax við
Fréttir
Í gær

Ný vending í íslensku morðmáli – Var Þráinn viðriðinn málið? – „Ég var bara krakki“

Ný vending í íslensku morðmáli – Var Þráinn viðriðinn málið? – „Ég var bara krakki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungmenni tóku upp árás á Suðurnesjum – „Hvar er þúsundkadlinn minn?“

Ungmenni tóku upp árás á Suðurnesjum – „Hvar er þúsundkadlinn minn?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna segir kvöldið sem Guðmundur lést hafa verið hræðilegt: „Reyndum okkar besta en gátum lítið annað gert í vanmætti okkar en að halda í hönd hennar“

Anna segir kvöldið sem Guðmundur lést hafa verið hræðilegt: „Reyndum okkar besta en gátum lítið annað gert í vanmætti okkar en að halda í hönd hennar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendi móður 16 ára stúlku nektarmyndir og hótaði stúlkunni

Sendi móður 16 ára stúlku nektarmyndir og hótaði stúlkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birgir ósáttur með bruðlið: Milljarðana ætti frekar að nota í fjársvelt heilbrigðiskerfið – „Málið er óþægilegt fyrir hann“

Birgir ósáttur með bruðlið: Milljarðana ætti frekar að nota í fjársvelt heilbrigðiskerfið – „Málið er óþægilegt fyrir hann“