Föstudagur 21.febrúar 2020
Fréttir

Fyrirtæki sendir íslenskum ungabörnum óumbeðinn póst – „Þetta fékk ég sent í pósti í morgun“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta fékk ég sent í pósti í morgun,“ segir Dagur nokkur á Twitter síðu sinni en meðfylgjandi er mynd af markpósti frá bleyjuframleiðandanum Libero. „Eru semsagt markaðsfyrirtæki að skrapa saman kennitölum nýfæddra barna úr þjóðskrá og hafa svo uppá foreldrum til að senda þeim óumbeðið markaðsefni þó maður sé með rauðmerktan póstkassa? Er þetta ekki full langt gengið?“

„Þetta er það ÖMURLEGASTA við að eignast barn!“ segir þá Silja nokkur og segist verða svo reið og pirruð „í hvert einasta fokking skipti“ sem hún fær „eitthvað fokking drasl“ sent heim handa barninu sínu.

Auður Kolbrá lögfræðingur lenti í þessu á sínum tíma. „Ég trompaðist þegar ég lenti í þessu fyrir tæpum tveimur árum,“ segir Auður en þá fór umræða um málið af stað eftir að RÚV fjallaði um málið.

Í athugasemdum við tíst Dags veltir fólk því einnig fyrir sér hvaðan þessar upplýsingar um ungabörnin koma. Guðfinna nokkur segist vita hvaðan upplýsingarnar koma en systir hennar spurði fyrirtækið út í málið. „Upplýsingarnar eru fengnar frá Þjóðskrá Íslands. Listar eru keyptir af Póstinum sem sendir síðan út á alla foreldra barna á ákveðnum aldri, sem eru ekki bannmerktir í Þjóðskrá. Við vonum að þú njótir sendingarinnar,“ sagði í svarinu frá fyrirtækinu. „Undarlegt að ríkisstarsmenn séu að selja fyrirtækjum þessar upplýsingar,“ segir Heimir nokkur í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stunguárás á Kvíabryggju – Heimildarmaður DV segir árásina hrottalega

Stunguárás á Kvíabryggju – Heimildarmaður DV segir árásina hrottalega
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hrottaleg hópárás unglinga í Kópavogi – Óhugnanlegt myndband – „Þetta virðist vera í tísku núna“

Hrottaleg hópárás unglinga í Kópavogi – Óhugnanlegt myndband – „Þetta virðist vera í tísku núna“
Fréttir
Í gær

Bjarni hefur sínar efasemdir um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans

Bjarni hefur sínar efasemdir um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans
Fréttir
Í gær

Árni Pétur kemur kynferðislega ögrandi mynd til varnar – Segir femínista komna á hálan ís – „Ætlum við að leggja allar kvikmyndir í dóm fyrir siðanefnd?“

Árni Pétur kemur kynferðislega ögrandi mynd til varnar – Segir femínista komna á hálan ís – „Ætlum við að leggja allar kvikmyndir í dóm fyrir siðanefnd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær 105 þúsund á tímann – 4,2 milljónir króna fyrir „að hámarki“ fimm daga vinnu

Fær 105 þúsund á tímann – 4,2 milljónir króna fyrir „að hámarki“ fimm daga vinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hitti Anton Helgi morðingja Olofs Palme? – „Ég hef aldrei losnað við óhugnaðinn sem gróf um sig innra með mér“

Hitti Anton Helgi morðingja Olofs Palme? – „Ég hef aldrei losnað við óhugnaðinn sem gróf um sig innra með mér“