Mánudagur 08.mars 2021
Fréttir

Yfirlýsing frá lögmanni Önnu Auroru – „Anna hefur loksins verið hreinsuð af öllum sakáburði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður Önnu Auroru Waage Óskarsdóttur, sem handtekin var um páskaleytið í vor, sökuð um að hafa villt á sér heimildir og starfað réttindalaus sem sjúkraliði í bakvarðateymi á hjúkrunuarheimilinu Bjargi á Bolungarvík, hefur sent frá sér yfirlýsingu.

Héraðssaksóknari hefur staðfest að Anna Aurora verði ekki ákærð. Í erindi sem Anna Aurora hefur fengið sent frá héraðssaksóknara segir að við rannsókn málsins hafi ekkert komið fram sem bendi til þess að hún hafi beitt blekkingum. Lögmaður Önnu Auroru segir að hún hafi loksins verið hreinsuð af öllum sakáburði frá því á vormánuðum.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Efni: yfirlýsing fyrir Önnu Auroru

Í apríl 2020 handtók lögreglan á Vestfjörðum umbjóðanda minn, Önnu Auroru Waage Óskarsdóttur, vegna ætlaðs misferlis hennar. Anna hafði þá eins og margir svarað kalli sóttvarnaryfirvalda og gefið kost á sér í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Handtakan vakti mikla athygli en Anna hefur að ráðum undirritaðs ekki svarað fjölmiðlum þrátt fyrir mikinn ágang þeirra. Umjöllun fjölmiðla um málið var Önnu óvægin og þá voru athugasemdir netverja það ekki síður.

Í einu yfirlýsingu Önnu, sem var gefin í apríl, lýsti hún fullvissu sinni að rannsókn lögreglu yrði til að hreinsa hana af ávirðingum þessum. Henni þykir miður að fjölmiðlar hafi ekki svarað kalli hennar þá að gæta stillingar í umfjöllun sinni þar til mál væri að fullu rannsakað. Meðferð fjölmiðla hefur haft í för með sér algeran mannorðsmissi fyrir Önnu.
Umbjóðandi minn hefur nú móttekið erindi frá Héraðssaksóknara, dags. 30.11.2020. Þar segir m.a.
„Eins og rakið er hér að framan liggur fyrir ad kærða tilgreindi i umsókn sinni um starf á Bergi að hún væri sjúkraliðanemi og i fyrirliggjandi ráðningarsamningi kærðu er starf kærðu tilgreint sem aðhlynning. Ekkert hefur komið fram við rannókn málsins sem gerir það líklegt að kærða hafi blekkt þá sem réðu hana til starfa og sagt þeim að hún væri menntuð sem hjúkrunarfræðingur eða að hún væri með aðra sambærilega menntun.“

Anna hefur loksins verið hreinsuð af öllum sakáburði frá því á vormánuðum. Nú tekur við hjá henni að endurheimta mannorð sitt og æru. Þá liggur fyrir að mikil vinna er framundan við að sækja bætur og ómerkja rangindi og ærumeiðingar sem fjölmiðlar og netverjar hafa viðhaft um hana. Þá mun hún jafnframt höfða mál á hendur íslenska ríkinu fyrir handtöku hennar sem var algerlega tilefnislaus og fór fram á óþarflega niðurlægjandi og meiðandi hátt.

Þess er vænst að fjölmiðlar gefi þessari yfirlýsingu eins mikið rými og sömu athygli og þeir gáfu handtöku umbjóðanda míns og þeim sökum sem á hana voru bornar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Öglu gosgerð vegna Jesúlaðis

Yfirlýsing frá Öglu gosgerð vegna Jesúlaðis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla Árbæjarsafn „Árbæjar-Gúlag“

Kalla Árbæjarsafn „Árbæjar-Gúlag“