fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Stórefla íslensku netöryggissveitina

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 07:45

Rússneskir tölvuþrjótar eru til alls vísir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu árum verður netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar efld til mikilla muna og er eflingin nú þegar hafin. Starfsfólki hefur verið bætt við sveitina, hún hefur fengið meira fjármagn og ný reglugerð um málaflokkinn er væntanleg.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Hrafnkeli V. Gíslasyni, forstjóra stofnunarinnar, að starfsfólki hafi fjölgað talsvert á árinu og muni halda áfram að fjölga á næstu árum. Hann vildi ekki nefna nákvæma tölu starfsmanna.

Á síðasta ári störfuðu þrír hjá sveitinni en samkvæmt fjármálaáætlun á að verja 1,6 milljörðum króna til netöryggismála á næstu fimm árum. Hrafnkell sagðist vonast til að sveitin verði fullskipuð 2023. „Þá getum við verið með vöktun allan sólarhringinn, alla daga ársins. Með mannskap, tækjabúnað og aðstöðu eins og kröfur regluverksins segja til um,“ sagði hann.

Netárásir færast sífellt í aukana en á bak við þær standa netglæpamenn og jafnvel þjóðríki. Í nóvember var stór árás gerð á íslensk fjármálafyrirtæki en árásin lamaði netsamband og kom niður á greiðslu- og auðkennisþjónustu. „Ég hef líkt innleiðingu laganna við að smíða skip og gera sjóklárt. Við erum ekki enn tilbúin til siglingar í mesta öldurótinu,“ sagði Hrafnkell þegar hann var spurður um hvernig sveitin sé í stakk búin til að takast á við netárásir. Hann sagði að tekið væri á þeim málum sem rata inn á borð hennar og þeim sem sveitin finni sjálf. Meginmarkmiðið sé að fyrirbyggja árásir og efla varnir.

Hann sagði að sveitin sé sjálfri sér næg í sumum tilfellum en eigi í samstarfi við erlendar netöryggissveitir, aðallega á Norðurlöndunum, í sumum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“