fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Júlía hjá Distica segir allt lagt undir við dreifingu bóluefnis – „Bóluefnið nær í tíma en maður þorði að vona“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 13:43

mynd/veritas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirbúningur að móttöku á Covid-19 bóluefni og dreifingu þess um allt land er nú í fullum gangi hjá lyfjafyrirtækinu Distica. Distica hefur í 56 ár staðið að innflutningi og dreifingu lyfja, þar á meðal bóluefna og er því þaulreynt í þeim efnum. Verkefnið sem nú blasir við er þó stærri en áður hefur þekkst.

Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, segir í samtali við blaðamann DV að dreifingin sem blasi nú við verði að öllum líkindum stærri og flóknari en nokkru sinni áður. „Það eru sex bóluefni sem eru komin nokkuð langt í þróun,“ útskýrir Júlía. „Tvö þeirra eru komin heldur lengst og bæði þarf að flytja við -80°C.“

Júlía segir að hið mikla frost sem bóluefnið krefst við flutning sé krefjandi verkefni. „Við þurfum að tryggja að flutningsleiðirnar séu algjörlega pottþéttar og að réttu hitastigi sé haldið alla leiðina. Viðbúið er að bóluefnið komi í góðum flutningsumbúðum til landsins en það verður þá í slíku magni að við þurfum væntanlega að endurpakka því.“

Þrátt fyrir hið gríðarstóra og mikilvæga verkefni sem blasir nú við Júlíu og teyminu hennar hjá Distica er auðgreinanlegur og smitandi jákvæðnistón að merkja í röddu Júlíu. „Þetta er mikið verkefni, en alls ekki óyfirstíganlegt,“ segir hún og skilur blaðamann ekki neinum vafa um að svo sé.

Júlía segir að undirbúningurinn hafi farið af stað svo til um leið og fréttir tóku að berast af faraldrinum og hún og kollegar hennar hafi svo fylgst náið með framvindu í þróun erlendra lyfjarisa á bóluefninu. Þegar fréttir bárust af hinu mikla frosti sem þörf verður á við meðhöndlun og flutning efnisins fóru þau strax að gera ráðstafanir. Distica hefur nú pantað kæliskáp sem kælir niður í -80°C sem settur verður upp í húsnæði Distica í Garðabæ. Þá segir Júlía að hægt verði að notast við þurrís við kælingu og flutning.

Búast má við því að bóluefnið muni koma til landsins með flugi frá framleiðslulandinu og mun því Distica taka við efninu í Keflavík. Þaðan þarf að flytja það til höfuðstöðva fyrirtækisins í Garðabæ þar sem stórri sendingu verður skipt upp í fleiri minni og efninu svo dreift á heilsugæslur sem annast munu bólusetninguna. Þar með er þó öll sagan alls ekki sögð.

Frá stöð Distica í Garðabæ munu sérútbúnir bílar keyra bóluefnið út og notast við þurrís til að halda hitastiginu réttu. „Við verðum með flutningabíla þar sem geymslurýmið er aðskilið stýrishúsi bílsins,“ bendir hún á og segir að huga þurfi að öryggi allra sem koma nálægt þurrísnum. Þá segir Júlía að á lengri flutningsleiðum gæti þurft að bæta á þurrísinn og það þurfi að gera í sérstökum búningum sem verja menn gegn hinu mikla frosti.

„Þetta er mjög flókið, en 56 ára reynsla Distica reynist okkur vel. Við erum sérfræðingar í einmitt þessu,“ segir Júlía og bendir á að bóluefni hefur ekki áður verið dreift á Íslandi við þessi skilyrði. Þó hefur fyrirtækið reynslu í flutningi á rannsóknarvörum við þessi skilyrði, svo þetta er ekki alveg nýtt fyrir þeim. „Við höfum smá reynslu af því að vinna með þurrís,“ segir hún.

Júlía segir jafnframt að koma bóluefnisins sé nær í tíma en hún þorði að vona.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“