fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Nýir eigendur Icelandair græða á tá og fingri

Heimir Hannesson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 14:13

Mynd - Icelandair

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengi Icelandair er í dag 1,39 og hefur verið um 1,4 síðustu daga. Það er 39% hækkun frá því hlutir í félaginu voru boðnir út í september á þessu ári. DV fjallaði um útboðið á sínum tíma. Kom þar fram að boðnir væru út hlutir að verðmæti 20 milljarða á genginu einn. Hlutafjárútboðið þótti ganga einkar vel, en yfir níu þúsund einstaklingar og fyrirtæki tóku þátt fyrir samtals 37,3 milljarða. Icelandair hafnaði tilboði Michelle Ballarin að fjárhæð 7 milljarða og eftir stóðu því 30,3 milljarðar. Ballarin keypti stóran bút úr þrotabúi WOWair á sínum tíma, meðal annars vörumerkið og vefsíðuna. Fjöldi seldra hluta í útboði Icelandair voru 23 milljarðar talsins.

Þeir 23 milljarðar sem seldir voru á genginu einn eru því orðnir, miðað við sölugengið 1,39, að um 31 milljarði og hefur verðmæti þeirra hækkað um svo til slétta 8.970 milljónir á um tveimur mánuðum.

Þannig er hver þúsund kall sem settur var í hlutafjárútboð Icelandair orðinn að um 1.400 kalli í dag.

Mikil viðskipti hafa átt sér stað með hluti í Icelandair. Í dag, þegar þetta er skrifað, hafa 226 viðskipti átt sér stað, samtals að verðmæti 531 milljóna. Viðbúið er að sú tala hækki talsvert í dag. Lægsta verðið er 1,35 og það hæsta 1,39.

Undanfarin mánuð eða svo hefur gengið verið undir útboðsgenginu einn, eða um 0,9 og lægst farið í 0,89 í byrjun nóvember. Á mánudaginn síðasta, 9. nóvember, sem var jafnframt sami dagur og mjög jákvæðar fregnir bárust af þróun bóluefnis Pfizer, hækkaði gengi hlutabréfanna úr 1,1 í 1,37 á einum degi. Hefur gengi þess ekki verið jafn hátt frá því í ágúst á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum