fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Jón Vilhjálmsson er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Vilhjálmsson rafmagnsverkfræðingur lést á líknardeild Landspítalans á föstudaginn, 65 ára gamall. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1975, prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1979 og meistaraprófi í rafmagnsverkfræði frá tækniháskólanum í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1980.

Jón starfaði lengi hjá Orkustofnun. Hann stofnaði verkfræðistofuna Afl árið 1987 og rak hana til ársins 2008. Hún sameinaðist öðrum stofum í eina, Efla, þar stýrði Jón orkusviði fram á þetta ár.

Jón starfaði að félagsmálum, meðal annars  vann hann fyrir barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fylkis.

Eftirlifandi eiginkona Jóns er Jóhanna Rósa Arnardóttir félagsfræðingur. Þau eiga soninn Vilhjálm og stjúpbörn Jóns eru Svavar og Erna Dís.

Útför Jóns Vilhjálmssonar verður frá Árbæjarkirkju þann 23. nóvember kl. 13 og verður henni streymt á Youtube.

https://www.youtube.com/watch?v=JLunPCX_xik

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga