fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fréttir

Yfirlæknir á Landspítalanum biður okkur um að tala ekki kæruleysislega um COVID-19 – Þetta er ástæðan fyrir því að dánartíðnin er lág

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. október 2020 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ástæðan fyrir því að dánartíðni vegna Covid-19 er ekki hærri er einfaldlega sú að veiran hefur ekki breiðst út í samfélaginu á óstjórnlegan hátt vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem hafa verið viðhafðar,“ segir Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, í pistli sem hún birti í gærkvöld.

Af pistli Sigríðar má ráða að ástandið innan Landspítalans sé við þolmörk og lítið megi út af bregða til að hann ráði ekki við ástandið:

„Það að halda því fram að þetta sé á einhvern hátt eðlilegt ástand sem við getum siglt í gegnum án sóttvarnaraðgerða er fjarstæða hverjum þeim sem þekkir til innan spítalans. Ef Covid-19 veikum fjölgar að einhverju marki hvar á þá að opna næstu Covid-19 deild? Á gigtardeildinni? Taugadeildinni? Hvert fara þeir sjúklingar sem þar liggja alla jafna? Hvaða starsfólk á að sinna öllum þessum Covid-19 veiku sjúklingum, auk allra hinna sem spítalinn er venjulega fullur af? Við erum með nánast ekkert ónæmi á samfélaginu fyrir þessari veiru. Sé henni sleppt lausri munu mjög margir veikjast á mjög stuttum tíma og mjög margir þeirra þurfa aðkomu spítalans. Það er einfaldlega augljóst að það er ekki gerlegt.“

Sigríður segir að ef holskefla COVID-19 veikinda dyndi á spítalanum núna myndi annar og verri veruleiki blasa við.

Hún segir að þeir sem viðra skoðanir þess efnir að harðar sóttvarnaaðgerðir séu óþarfi hafi ekki innsýn í þann veruleika sem blasir við innan Landspítalans. Öll verk þar séu nú þyngri í vöfum en vanalega og starfsfólk búi við stöðuga smithættu:

„Nú standa fyrir dyrum hertar sóttvarnaraðgerðir í samfélaginu og maður verður var við þreytu hjá mörgum. Aftur er farið að bera á háværri umræðu um að Covid-19 sé með lægri dánartíðni en flensa, að það séu ekki svo margir innlagðir á spítala vegna veirunnar og að það væri jafnvel betra fyrir alla að hafa samfélagið opnara og leyfa veirunni að dreifa sér. Ég held að marga þeirra sem viðra þessar skoðanir skorti innsýn í þann veruleika sem við starfsfólk Landspítala stöndum frammi fyrir þessa dagana og því vil ég gjarnan veita þá innsýn.

Á Landspítala í Fossvogi eru fjórar lyflækningadeildir, bráðalyflækningadeild, smitsjúkdómadeild, lungnadeild og gigtardeild, auk öldrunarlækningadeildar, taugadeildar og skurðdeilda. Allt árið um kring eru þessar fjórar lyflækningadeildir fullar af sjúklingum með tilheyrandi vandamál, alvarlega smitsjúkdóma, lungnasjúkdóma o.sv.fr. Eins og staðan er í dag eru bæði smitsjúkdómadeildin og lungnadeildin fullar af sjúklingum með Covid-19. Þetta eru sjúklingar sem eru það veikir að þeir þurfa sannarlega á sjúkrahúsinnlögn að halda og þurfa mikla þjónustu.

Öll verk á þessum deildum eru þyngri í vöfum en venjulega vegna sóttvarna, þ.m.t. klæðnarar í og úr hlífðarfötum. Eins býr starfsfólk við áhyggjur af því að smitast sjálft og verða jafnvel alvarlega veikt, eða bera smit í aðra sjúklinga eða eigin fjölskyldumeðlimi. Veikindum sjúklinga með “venjuleg” vandamál sem alla jafna hefðu lagst inn á þessar deildir verður að sinna annars staðar, en það er gríðarleg áskorun. Þessar tvær heilu legudeildir fullar af Covid-19 veikum eru hrein viðbót við þegar yfirfullt sjúkrahús.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Starfsmaður Akureyrar sem neyddi 11 ára dreng úr fötum og sló í andlitið starfar enn fyrir bæinn

Starfsmaður Akureyrar sem neyddi 11 ára dreng úr fötum og sló í andlitið starfar enn fyrir bæinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sendiherra Íslands í Moskvu afhenti Putin trúnaðarbréf

Sendiherra Íslands í Moskvu afhenti Putin trúnaðarbréf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu smit og nýgengi smita hríðfellur

Níu smit og nýgengi smita hríðfellur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staksteinar taka „stolnar fjaðrir“ Dags í Bloomberg fyrir

Staksteinar taka „stolnar fjaðrir“ Dags í Bloomberg fyrir