fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fimm ungmenni sýknuð þó að hrottaleg árás með hrossháraklippum og rafmagnsrakvél þyki fullsönnuð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. október 2020 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var í dag kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands yfir fimm ungmennum sem ákærð voru fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni. Þeim var gefið að sök hafa ruðst inn á ungan mann, yfirbugað hann, klippt af honum hár með hrossháraklippum og rakað af honum hár með rafmagnsrakvél. Þá var kona í hópnum sökuð um að hafa sett rafmagnsrakvélina sem var í gangi á milli rasskinna mannsins, við endaþarm hans.

Af þessu hlaut þolandinn hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm og missti nær allt hár af höfði sér.

Árásin var tilkomin vegna þess að maðurinn var sagður eiga í kynferðissambandi við 18 ára stúlku sem féll hópnum illa í geð.

Þrátt fyrir að sannað þætti að fólkið hefði gerst sekt um þessa háttsemi voru þau öll sýknuð. Annars vegar vegna þess að brotið samræmdist ekki ákvæðum laga um ólögmæta nauðung og hins vegar vegna þess að málið væri fyrnt. Árásin átti sér stað árið 2016 en ekki var ákært fyrr en 2019. Tók rannsókn lögreglu um þrjú ár.

Voru fimmmenningarnir því sýknuð og bókakröfum þolandans var hafnað.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi