fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Fósturfaðirinn sagði honum að kaupa sér sjálfur mat – Lenti saman eftir að sonurinn fékk sér pylsubrauð í eldhúsinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. október 2020 10:29

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur sýknaði fyrir helgi mann af líkamsárás á fósturföður sinn, sem og brot á barnaverndarlögum, en sex ára hálfsystir mannsins varð vitni að átökunum. Héraðsdómur hafi áður fundið manninn sekan og dæmt hann í 8 mánaða fangelsi.

Maðurinn bjó í bílskúr á lóð móður sinnar og fósturföður, sex ára systir hans býr á heimilinu. Maðurinn var að koma heim með móður sinni af námskeiði og bauð hún honum að koma inn í hús og fá sér að borða. Maðurinn fann hins vegar ekkert ætilegt nema pylsubrauð og borðaði af þeim. Á meðan sat fósturfaðirinn inni í stofu og gerði athugasemdir við manninn þess efnis að hann ætti að sjá um sín matarinnkaup sjálfur. Þessi orðaskipti undu upp á sig og leiddu til þess að maðurinn tók utan um föt fósturföður síns og þrýsti honum niður í sófann.

Sem fyrr segir fann héraðsdómur manninn sekan um líkamsárás. Landsréttur hafnar þeim dómi og telur áverka í áverkavottorði ekki nægilega. Þá eru lýsingar barnsins, sex ára systurinnar, og móður mannsins, á atvikinu þannig að ekki er talið styðja ásakanir um líkamsárás. Sagði móðirin að fósturfaðirinn hafi verið með leiðindatuð. Sonur hennar sagðist hafa rifið í manninn til að fá hann til að hlusta á sig.

Niðurstaða Landsréttar var að ógilda dóm héraðsdóms og sýkna manninn af ákæru um líkamsárás.

Sjá dóm Landsréttar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband