fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ofbeldisfullur í felum – Kýldi og sló eiginkonuna en finnst ekki til að birta honum ákæruna

Heimir Hannesson
Föstudaginn 16. október 2020 21:30

Frá Akureyri. mynd/northiceland.is Myndin tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur birt ákæru yfir þrítugum manni í lögbirtingablaðinu. Segir þar að málið verði dómtekið þann 9. desember þessa árs í dómshúsinu á Akureyri. Í birtingunni er ákærði kvaddur til þess að koma, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing getur sá ákærði átt von á því að fjarvist hans verði lögð að jöfnu við játningu.

Svo virðist sem upphafleg ákæra hafi verið gefin út í nóvember í fyrra, eða fyrir rétt tæpu ári síðan. Síðan þá hefur maðurinn ekki fundist til að hægt sé að birta honum ákæruna, og er því brugðið á það ráð að birta hana í lögbirtingablaðinu, samkvæmt lögum þar um.

Í ákærunni er maðurinn sagður hafa ráðist að eiginkonu sinni í íbúð þeirra á Akureyri, slegið hana í andlitið með flötum lófa, rifið í hár hennar og kýlt hana svo ítrekað í höfuðið með krepptum hnefum beggja handa. Maðurinn mun þar að auki hafa hótað henni lífláti ef lögreglan kæmi á staðinn, hótað því að henda henni fram af stétt sem þau stóðu á og niður á plan sem er þar fyrir neðan, hótað konunni og fjölskyldu hennar lífláti ef hann yrði handtekinn eða hann yrði sendur úr landi. Munu hótanir þessar hafa farið fram son konunnar sem er á unglingsaldri.

Konan hlaut af þessu talsverða áverka. Krefst hún bóta úr hendi mannsins að fjárhæð 1.500.000 króna auk vaxta og verðbóta, auk þess sem hún krefst þóknunar úr hendi mannsins vegna málskostnaðar. Ákæruvaldið krefst refsingar yfir manninum, auk þess sem hann verði dæmdur til að greiða málskostnað vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“